Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1953, Page 55
í Þingeyjarsýslu, og dó þar fólk úr þeim. Inflúenza
gekk allviða á útmánuðum. Kíghósti og hlaupabóla
gengu fyrstu mánuði ársins. Mænuveiki varð vart síð-
ustu mánuði ársins, einkum á Akranesi. Nýtt holds-
veikitilfelli kom fyrir á árinu, hið fyrsta í 15 ár.
Heilsugæzludeild var sett á stofn á elliheimilinu
Grund, og elliheimilið tók að annast hjúkrun gamals
fólks i heimahúsum. Náttúrulækningafélag íslands
starfrækti hressingarheimili í Hveragerði. í ársbj'rjun
komu til framkvæmda lög um almennar ónæmisað-
gerðir gegn ýmsum næmum sjúkdómum, og lcomu þau
i stað laganna um almenna kúabólusetningu.
Hervarnir. Hinn 5. mai voru undirritaðir samning-
ar milli rikisstjórnar íslands og Bandarikjastjórnar
um hervarnir íslands. Tók þá bandarískt herlið sér
bólfestu á Keflavikurflugvelli. Jafnframt féllu hinir
fyrri samningar um Keflavíkurflugvöll úr gildi.
Hrakningar. Aðfaranótt 13. janúar var Árni Einars-
son frá Hafnarfirði einn á ferð á Álftanesi. Fótbrotn-
aði hann þá, og var enginn nærstaddur. Tókst honum
að skreiðast alllanga leið og komast i flugvitahús í
nánd við Bessastaði, og tók þetta 5—6 klukkustundir.
Úr flugvitahúsinu gat hann simað á hjálp. Hinn 19.
okt. lentu tveir menn frá Skagaströnd, er voru á smá-
báti, í hrakningum í ofviðri á Húnaflóa. Náðu þeir
landi i Hindisvik eftir 12 stunda hrakninga.
Iðnaður. íslenzkur iðnaður átti við mikla örðugleika
að etja, og mikill samdráttur varð í ýmsum iðngrein-
um, einkum í fata-, skó- og sápugerð. Varð að fækka
mjög starfsliði í þessum iðngreinum og ýmsum öðrum.
Þessi samdráttur stafaði að verulegu leyti af því, að
innflutningur var gefinn frjáls á margs konar erlend-
um iðnvarningi. Þó olli frílistinn á hinn bóginn því,
að auðveldara varð um útvegun hráefna til iðnaðar.
Skortur á lánsfé olli iðnaðinum talgverðum erfiðleik-
um. Samþykkt var á Alþingi að stofna Iðnaðarbanka
íslands. Efnahagssamvinnustofnunin sendi iðnsérfræð-
(53)