Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1953, Page 57
á sviði fiskiðnaðar, og voru reistar allmargar fisk-
mjölsverksmiðjur og frystihús.
Iþróttir o. fl. íþróttalíf var með miklu fjöri, og mörg
íþróttamót voru haldin. Hinn 28. og 29. júni fór fram
í Osló keppni í frjálsíþróttum milli íslendinga, Norð-'
manna og Dana. Unnu þar íslendingar Norðmenn með
110% stigi gegn 101% og Dani með 113% st. gegn
98%. Á árinu fór fram norræn sundkeppni meðal al-
mennings, og' stóð hún á íslandi frá 20. maí til 10.
júlí. Islendingar sigruðu með yfirburðum í keppninni.
Luku hér á landi 36 037 menn 200 metra sundi, og var
þátttakan 24.99%. Mest var þátttakan i Ólafsfirði,
42%. Sundsamband íslands var stofnað 25. febrúar.
Margt útlendra íþróttamanna kom hingað til lands.
Brezkur knattspyrnuflokkur keppti í Rvík í júní og
sænskt knattspyrnulið um mánaðamótin júní—júlí.
Norskur knattspyrnuflokkur keppti i Rvík i júlí.
Bandarískir frjálsíþróttamenn kepptu á iþróttamóti í
Rvik í júlí. Örn Clausen og Frakkinn Ignace Heinrich
háðu tugþrautareinvígi i Rvík 29. og 30. júli. Hlaut
Heinrich 7476 stig (nýtt franskt met), en Örn 7453
stig (nýtt Norðurlandamet).
Allmargir íslenzkir iþróttamenn lcepptu á mótum
erlendis. Islenzkt knattspyrnulið keppti í Þýzkalandi
í mai og júní og annar íslenzkur knattspyrnuflokkur
í Noregi i júlílok og ágústbyrjun. íslenzkur g'límu-
flokkur hélt sýningar í Færeyjum í júlílok. Örn Clau-
sen keppti á iþróttamóti i Aþenu í ágúst og síðar í
Frakklandi og Bretlandi. Gunnar Huseby og Finn-
hjörn Þorvaldsson kepptu á móti i Berlín i ágúst og
Torfi Bryngeirsson um likt leyti í Málmey. — Gras-
völlur til knattspyrnu var tekinn til afnota í Reykjavik.
Knattspyrnufélag Akraness varð íslandsmeistari i
knattspyrnu, og er það í fyrsta skipti, að utanbæjarlið
sigrar Reykjavíkurfélögin i þeirri keppni. Hjólreiða-
meistaramót íslands fór fram 12. ágúst, og var hjólað
(55)