Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1953, Page 75
f. 28. júní ’04. 12. júlí 1950 lézt Ólafur Halldórsson
(frá Fróðastöðum, Hvítársíðu) verkam., Rvík, f. 9.
sept. ’71. 17. des. 1950 lézt Petra Jónsdóttir ekkjufrú,
Rvík, f. 18. des. ’6G. 5. des. 1950 lézt Rögnvaldur Rögn-
valdsson bóndi, Kvíabekk, Ólafsfirði, f. 12. júli ’58. 4.
sept. 1949 lézt Una Þ. Jónsdóttir fyrrv. hfr. á Una-
ósi, Hjaltastaðaþinghá, f. 7. júní ’98. Þorlákur V. Iíeyk-
dal hóksali lézt 6. des. 1949 (ekki 1950 eins og stend-
ur i síðustu árbók).]
Náttúra landsins. Aðfaranótt 24. jan. sprakk klaka-
stífla í Ytri-Rangá, og varð þá flóð i Þykkvabæ, er olli
nokkru tjóni. Aðfaranótt 29. jan. gekk ofviðri með
fannkomu yfir mikinn hluta landsins og var mest á
Suðvesturlandi. Hlutust af því miklir samgönguerfið-
leikar i Reykjavík og nágrenni hennar. Sat fjöldi bíla
fastur í snjó á götum Reykjavíkur. 5. marz var ofviðri
og stórhrið um mikinn liluta landsins. Urðu þá
skemmdir á húsum og öðrum mannvirkjum á Húsa-
vilc og víðar. Mikið hlaup kom í Súlu í október. 25.
nóv. þvarr vatnsmagn Ölfusár um skeið svo mjög, að
hún varð varla meira en lækur. Öflugt gufugos hófst
í nýrri borholu i Krýsuvik í nóvember. — Gras-
maðkar gerðu mikið tjón á Síðu, í Öræfum og víðar
í Skaftafellssýslum.
Mikið var unnið að náttúrurannsóknum, bæði af
innlendum og' erlendum visindamönnum. Jöklarann-
sóknafélag var stofnað, og hóf það útgáfu timarits,
„Jökull“. Fransk-íslenzkur leiðangur undir forustu
Jóns Eyþórssonar rannsakaði Yatnajökul í marz og
april. Brezkir náttúrufræðingar rannsökuðu Breiða-
merkurjökul og nágrenni hans, en sænskir vísinda-
menn rannsökuðu rennsli og framburð Hornafjarðar-
fljóts. Um 60 brezkir skólapiltar dvöldust við Hofsjökul
í ágúst og fengust þar við ýmsar rannsóknir. Þyngd-
araflsmælingum þeim, sem hófust 1950, var haldið
áfram. Úrkomumælingastöð var komið upp við Hval-
vatn. Haldið var áfram borunum og rannsóknum við
(73)