Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1953, Síða 76
Námafjall, og brennisteinsvinnsla var hafin i Náma-
skarði og á Þeistareykjum. NokkuS af biksteini var
unnið í Loðmundarfirði og sýnishorn af honum send
til Bretlands i tilraunaskyni. Bandarískur sérfræðingur
vann að jarðvegsrannsóknum hér á landi á vegum
efnaliagssamvinnustofnunar sameinuðu þjóðanna. Dr.
Finnur Guðmundsson rannsakaði ásamt brezkum fugla-
fræðingum líf heiðagæsanna á öræfunum við Hofs-
jökul. Að haf- og fiskirannsóknum var unnið á líkan
hátt og áður.
Norræn samvinna. Yfirlitssýning um íslenzka mynd-
list var haldin í Osló i janúarlok. Sænsk bókasýning
var haldin í Rvík i febrúar. Kantötukór Akureyrar fór
söngför til Sviþjóðar í júní og var vel fagnað. Finnskur
þjóðdansaflokkur hélt sýningar hér á landi í júlí. Þing
norrænna veitinga- og gistihúsaeigenda var haldið
i Rvík i júii. Norræn símamálaráðstefna var haldin í
Rvík i júli. Norrænt kennaramót var haldið í Rvik i
júlílok. 1 júlílok var haldið á Siglufirði norrænt vina-
bæjamót (Siglufjörður og vinabæir hans). Kr. Schjel-
derup, biskup i Hamarsbiskupsdæmi í Noregi, sótti
kirkjuráðstefnu í Rvík í október, og fleiri norrænir
guðfræðingar heimsóttu ísland á árinu. Þing leiðtoga
frjálsiþróttasambanda Norðurlanda var háð í Rvík í
október.
Óperusýningar. Óperan „Rigoletto“ var sýnd í Þjóð-
leikhúsinu í júní, mestmegnis með íslenzkum kröftum.
Próf. Embættisprófi við Háskóla íslands luku þessir
menn: í guðfræði: Björn H. Jónsson, II. eink. betri,
134% st., Magnús Guðjónsson, I. eink, 164% st., Þor-
bergur Kristjánsson, I. eink., 205% st., Þórir Kr. Þórð-
arson, I. eink., 194% st.
1 islenzkum fræðum (kennarapróf): Flosi Sigur-
björnsson, I. eink., 128% st., Haraldur Matthiasson,
I. eink., 135% st., Þórður Jónsson, I. eink., 110 st.
Sigþrúður Jónsdóttir lauk B.A.-prófi.
I læknisfræði: Alma Thorarensen, I. eink., 170 st.,
(74)