Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1953, Blaðsíða 79
Guðmundur Eggertsson, I. eink., 7.30 (eftir 0rsteds
einkunnastiga). Úr Verzlunarskólanum i Rvik útskrif-
uðust 17 stúdentar. Hæsta einkunn hlaut Ragnheiður
Ágústsdóttir, I. eink., 7.26 (eftir 0rsteds einkunna-
stiga).
Undir miðskólapróf (landspróf) gengu 560 nemend-
ur. Af þeim hlutu 327 þá einkunn, sem krafizt er til
inngöngu í mennta- og kennaraskóla. Hæsta einkunn
hlaut Hjalti Kristgeirsson í Laugarvatnsskóla, ágætis-
eink., 9.18.
Samgöngur. Flugsamgöngur voru greiðar, bæði inn-
anlands og til útlanda. Alls lentu 4602 flugvélar á
Reykjavíkurflugvelli, en 1972 á Keflavíkurflugvelli
(herflugvélar ekki meðtaldar). íslendingar tóku við
stjórn farþegaflugsins á Keflavíkurflugvelli 16. júlí.
Flugfélag íslands keypti nýja Douglas-Dakotaflugvél,
er kom til landsins i marz. Loftleiðir fengu nýjan Cata-
linaflugbát. Loftleiðir gerðu út leiðangur til Vatna-
jökuls í apríl til að ná bandarísku Dakotaflugvélinni,
sem varð þar eftir i september 1950, og tókst það.
Sjúkraflugvél var fengin til landsins. Allmiklar hey-
birgðir voru fluttar loftleiðis til Austurlands í marz
og apríl. Vistir til fransk-íslenzka leiðangursins á
Vatnajökli voru og fluttar flugleiðis.
Samgöngur á landi voru óvenjulega erfiðar fyrstu
mánuði ársins og margir vegir tepptir af snjó. Snjóbíll
Guðmundar Jónassonar frá Múla var notaður mikið
til flutninga á Fljótsdalshéraði i marz og apríl.
Strandferðir voru með líkum liætti og áður. M.s.
„Esja“ var siðustu mánuði ársins i viðgerð í Álaborg.
„Súðin“ var seld til Asíu. Hið nýja varðskip, „Þór“,
kom til íslands í okt. Sig'lingar voru allmiklar til meg-
inlands Evrópu, Bretlands og Norður-Ameríku. „Fjall-
foss“ var seldur til Italíu, en nýlegt skip, er hlaut
nafnið „Reykjafoss', var keypt á ítaliu i stað hans.
Kom það til íslands í desember. Miklar umbætur voru
gerðar á „Selfossi“. „Gullfoss“ var fram í mai i förum
(77)