Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1953, Síða 85
um. Var m. a. liafin vinna við landshöfnina i Rifi
á Snæfellsnesi og lokið gerð hafskipabryggju á Bíldu-
dal. Ýmsar umbætur voru gerðar á Reykjavíkurhöfn.
Vitar voru m. a. reistir við Hafnarfjörð, Þórshöfn og
á Hrólfsskeri i Eyjafirði.
Víða um landið var unnið að vegagerð og viðhaldi
vega, og voru notaðar stórvirkar vinnuvélar. All-
margar ár voru brúaðar. Nýja Blöndubrúin hjá Löngu-
mýri, sem tekin var til afnota haustið 1950, var vigð
með viðhöfn 24. júní. Gerðar voru m. a. brýr á Reykja-
dalsá í Reykholtsdal, Laxá á Skógarströnd, Jökulsá á
Fljótsdal og Selfljót á Úthéraði. Hafin var bygging
nýrrar brúar á Glerá við Akureyri. Þá var og hafin
bygging brúar á Jökulsá i Lóni. Unnið var að gerð
ferjuhafnar yfir Hornafjarðarfljót. Hafinn var undir-
búningur að byggingu brúar á Hvítá i Árnessýslu,
hjá Iðu.
Nokkuð var um framkvæmdir i símamálum. Þrem-
ur nýjum fjölsímasamböndum var komið á milli Hrúta-
fjarðar og Akureyrar. Lokið var lagningu jarðsíma
milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar. Últrastuttbylgju-
samband var tekið i notkun miRi Reykjavikur og
Vestmannaeyja. Komið var á beinu símasambandi frá
númerum í Rvík við símstöðina i Borgarnesi. Ákveðið
var að koma á bréfaskeytaþjónustu milli íslands og
annarra landa, er slíka þjónustu hafa.
Verzlun. Bretland, Bandarikin, Holland og Hollenzku
Vestur-Indiur voru mestu viðskiptalönd Islendinga.
Viðskipti jukust verulega við ýmis ríki á meginlandi
Evrópu, svo og við Israel, Brasilíu og Kúbu.
Andvirði innflutts varnings frá Bretlandi nam 264.4
millj. kr. (árið áður 122 millj. kr.), frá Bandaríkjun-
um 120.4 millj. kr. (árið áður 107.9 millj. kr.), frá Hol-
lenzku Vestur-Indíum 91.5 millj. kr. (árið áður 74.7
millj. kr.), frá Danmörku 49.6 millj. kr. (árið áður
40.7 millj. kr.), frá Vestur-Þýzkalandi 43.8 inillj. kr.
(árið áður 17.5 millj. kr.), frá Svíþjóð 43.6 millj. kr.
(83)