Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1953, Side 87
Frakklands 10.2 millj. kr. (árið áður 2.7 millj. kr.), til
Portúgals 7 millj. kr. (árið áður 9.5 millj. kr.), til
Austurríkis 4.2 millj. kr. (árið áður 10.1 millj. kr.),
til Kúbu 3.G millj. kr. (árið áður 0.5 millj. kr.), til
Kípureyjar 3.2 millj. kr. (árið áður 1.3 millj. kr.), til
írlands 2.9 millj. kr. (árið áður 2.5 millj. kr.), til Belgiu
2.9 millj. kr. (árið áður 1 millj. kr.), til Uugverjalands
2.1 millj. kr. (árið áður 5.1 millj. kr.), til Sviss 2
millj. kr. (árið áður 0.7 millj. kr.), til Nigeríu 1.8
millj. kr. (árið áður ekkert), til Egyptalands 1.5 millj.
kr. (árið áður 1.3 millj. kr.), til Færeyja 1.5 millj. kr.
(árið áður 1.3 millj. kr.). Dálitill útflutningur var auk
þessa til Japans, Kanada og nokkurra fleiri landa.
Verzlunarjöfnuður var óhagstæður. Andvirði inn-
flutts varnings nam 922.1 millj. kr. (árið áður 543.3
millj. kr.), en andvirði útflutts varnings 72G.G millj.
kr. (árið áður 421.1 millj. kr.). — Mikilvægustu inn-
flutningsvörur voru olíuvörur (aðallega frá Hollenzku
Vestur-Indium), álnavara (mest frá Bretlandi), flutn-
ingatæki (mest frá Bretlandi), vélar (mest frá Bret-
landi og Bandaríkjunum), kornvörur (mest frá Banda-
ríkjunum, Kanada og Ungverjalandi), kol (mest frá
Póllandi og Bretlandi), pappírsvörur (mest frá Finn-
landi og Bandaríkjunum), málmar (frá Bretlandi,
Belgíu, Vestur-Þýzkalandi, Bandarikjunum o. fl. lönd-
um), trjávörur (frá Finnlandi og Svíþjóð), kaffi (að-
allega frá Brasilíu), ávextir og grænmeti (mest frá
Spáni og Hollandi), sykurvörur (frá Bandaríkjunum,
Kúbu og Bretlandi), skófatnaður (einkum frá Bret-
landi, Spáni og Tékkóslóvakiu), sement (einkum frá
Danmörku), salt (frá Bretlandi, Póllandi, Spáni o. v.),
áburður (mest frá Vestur-Þýzkalandi), gúmmivörur
(mest frá Bretlandi og ítaliu), úr, myndavélar og
mælitæki (einkum frá Bretlandi, Vestur-Þýzkalandi,
Sviss og Bandaríkjunum), tóbaksvörur (frá Banda-
rikjunum, Bretlandi og Hollandi) og fóðurvörur (frá
Bandaríkjunum).
(85)