Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1953, Qupperneq 88
Af útflutningsvörum varð freðfiskur nú mikilvæg-
astur (árið áður saltfiskur). Freðfiskurinn var einkum
seldur til Bandaríkjanna, en einnig nokkuð til Bret-
lands, Tékkóslóvakíu, ísraels, Frakklands, Póllands
og ýmissa annarra landa. Aðrar mikilvægar útflutn-
ingsvörur voru síldarlýsi (til Hollands og Vestur-
Þýzkalands), þurrkaður saltfiskur (langmest til Spán-
ar, en nokkuð til Brasiliu, Portúgals, Ítalíu og Kúbu),
óverkaður saltfiskur (mest til ítaliu, en nokluið til
Grikklands, Danmerkur, Bretlands o. fl. landa), salt-
síld (mest til Finnlands og Svíþjóðar, en nokkuð til
Póllands, Danmerkur og Bandarikjanna), þorskalýsi
(mest til Hollands, en nokkuð til Bandaríkjanna, Pól-
lands o. fl. landa), karfamjöl (einkum til Hollands og'
Bandaríkjanna), fiskmjöl (einkum til Hollands), karfa-
lýsi (til Bretlands, Noregs og Vestur-Þýzkalands), freð-
kjöt (til Bandaríkjanna), gærur (til Póllands), hval-
lýsi (til Hollands), ull (aðallega til Bandaríkjanna og
Danmerkur), sildarmjöl (mest til Hollands og Banda-
ríkjanna), harðfiskur (mest til Vestur-Þýzkalands,
Noregs og Nígeríu), söltuð hrogn (mest til Sviþjóðar
og Frakklands), niðursoðinn fiskur (mest til Banda-
ríkjanna), freðsíld (aðallega til Færeyja og Tékkó-
slóvakiu), skip (mest til Ítalíu), söltuð þunnildi (mest
til ítaliu), þveginn og pressaður saltfiskur (til Italíu),
hvalmjöl (til Bretlands) og' skinn (einkum til Vest-
ur-Þýzkalands), ísfiskur (til Bretlands og Vestur-
Þýzkalands).
ísland fékk enn framlög samkvæmt Marshalláætlun-
inni. Tveir starfsmenn Alþjóðabankans dvöldust á ís-
landi í febrúar til að gera tillögur um íslenzk fjármál,
m. a. bankastarfsemi. Alþjóðabankinn veitti íslending-
um lán til Sogs- og Laxárvirkjananna.
Slakað var mjög á innflutningshöftum, svo að um
65% innflutningsins voru gefin frjáls. Bikisstjórnin
gerði i janúar samning við útvegsmenn, og fengu þeir
að flytja inn vörur fyrir nokkuð af gjaldeyri þeim,
(86)