Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1953, Page 89
cr þeir afla. Innflutningur neyzluvarnings jókst mjög
við þetta. Skömmtun á vörum var aflétt, nema á smjöri
og smjörliki. Gengi ísl. krónu gagnvart Bandarikja-
dollar og sterlingspundi hélzt óbreytt. Vísitala fram-
færslukostnaðar var 127 stig i ársbyrjun, en 151 stig
í árslok.
[Ýmsar af tölunum um búnað, útveg og verzlun eru
bráðabirgðatölur, er kunna að breytast lítið eitt, þegar
endanlegar skýrslur eru fyrir hendi.]
Vinnumarkaður. Mikið atvinnuleysi var í ýmsum
kaupstöðum fyrstu mánuði ársins, einkum á Siglufirði.
Síðustu mánuði ársins var mikið atvinnuleysi víða um
land. Meira en 1000 menn voru atvinnulausir i Reykja-
vik i árslok, einkum iðnaðarmenn. — Nokkuð kvað
að vinnustöðvunum á árinu. Verkfall strætisvagna-
stjóra i Rvik stóð frá 16. febrúar til 21. marz. í marz
og apríl var verkfall starfsfólks í veitingahúsum. í
maí gerðu vegagerðarmenn verkfall. Stöðvuðust þá
mjólkurflutningar frá Suðurlandsundirlendinu til
Reykjavíkur. Hinn 18. mai hófu um 20 félög verkfall,
m. a. flest helztu verklýðsfélögin í Rvík. Verkföllum
þessum lauk að mestu 21. maí. Ýmis ininni háttar verk-
föll voru á árinu.
Ólcifur Hansson.
Islenzk ljóðlist 1918—1944.
Inngangur.
1.
Með þeirri fólksfækkun, sem varð í sveitum lands-
ins þegar á fyrsta áratug aldarinnar, urðu víða að
engu skilyrðin fyrir því heimilislífi, sem verið hafði
um aldir skóli og að nokkru leyti kirkja þjóðarinnar.
Kvöldsetur með sagnalestri, rímnakveðskap og sam-
(87)