Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1953, Qupperneq 90
töluin alls heimilisfólksins um söguleg efni og skáld-
skaparmál duttii brátt úr sögunni, og þeim heim-
ilum tók óðum að fækka, þar sem húslestur með
sálmasöng og bænagerð batt enda á önn dagsins. Hið
hcfðbundna bókmenntalega og vitsmunalega uppeldi
þjóðarinnar og sú andlega samstilling, sem vakti
ást og virðingu á sögu og þjóðlegri inenningu og
samræmda tilfinningu fyrir máttarvöldum tilver-
unnar, hvarf á tiltölulega skömmuin tíma, án þess
að neitt, sem gæti vegið þetta upp, kæmi í staðinn.
Samtimis þvi, sem þetta var að gerast, kom út yfir-
lit yfir sögu mannsandans, ritað af menntamanni,
sem raunar vildi þjóð sinni vel, en var alinn upp í
anda efnishyggju 19. aldarinnar. Um svipað leyti
hófust harðar og allhatrammar deilur milli ýmissa
klerka og annarra forráðamanna islenzkrar kirkju
um gamla og nýja guðfræði, þar sem raunvérulega
var um það deilt, hvérnig lesa skyldi úr bókstafnum,
og var það síður en svo, að þessari deilu fylgdi nein
almenn og hrífandi trúarleg vakning. Á tímum þjóð-
félagslegra stórbreytingá og upplausnar gamalla
menningarverðmæta og þjóðhátta urðu þessar deilur
til að auka á andlegt rótleysi og ringulreið um trúar-
leg og siðferðisleg efni hjá fjölda ungra og uppvax-
andi manna. Spíritisminn, sem kirkjan veittist að
á þessum árum, og utangarðsáróður sértrúarflokka
voru í rauninni hinar einu jákvæðu hreyfingar, sem
uppi voru á sviði trúarlífsins, og á vettvangi hug-
sjóna- og siðferðismála voru sjálfstæðisbaráttan, ung-
mennafélagssamtökin og bindindishreyfingin hin
andlegu lífsmörk. En á öðrum áratug aldarinnar, þá
er heimsstyrjöldin fyrri hafði einmitt varpað slcugga
á ljóma mannúðar- og friðarhugsjónar um allan hinn
siðmenntaða heim, tók að draga af ungmennafélög-
unum. Bindindismenn töldu sig hafa náð lokamarki,
þegar komið hafði verið á aðflutningsbanni á áfengi,
og hinn hugsjónalegi áhugaeldur, sem fylgdi sjálf-
(88)