Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1953, Qupperneq 92
Iianda til viðnáms á ýmsa vegu gegn eyöingu og upp-
lausn, varð þar ekki bætt fyrir það tjón, sem orðið
var, sízt á sviði menningarmálanna. Með heimskrepp-
unni hörðnuðu átökin um dægurmálin. Streita flokk-
anna um atkvæðin varð hatrammari en nokkru sinni
fyrr, og inn í þessi mál blönduðust meira og minna
viðhorf við erlendum einræðis- og ofbeldisstefn-
um og' vaxandi uggur um nýja heimsstyrjöld. Al-
menningur átti við að stríða öryggisleysi um alla
afkomu sína, og hugir manna drógust meir að brauð-
streitu og pólitískri refskák flokkanna en dæmi voru
til áður. Hvar sem menn voru saman komnir í sveit
eða við sjó, var ekki á annað minnzt en kjaramál,
kosningahorfur og taflið á vettvangi heimsmálanna,
unz allt skynsamlegt mat og viðmiðun verðmæta,
strauma og stefna, drukknaði i flóði heimsstyrjaldar-
innar, þar sem svo að segja hver dagur flutti ný og
lengi vel sífellt uggvænni tiðindi.
2.
Á fyrsta áratug tuttugustu aldarinnar höfðu þegar
brostið hjá mörgum þær vonir, sem menn höfðu viðs
vegar um heiminn gert sér um það, að þingræðið og
áhrif verkalýðshreyfingarinnar á þjóðfélögin megn-
uðu að koma i veg fyrir styrjaldir og á tiltölulega
stuttum tíma ná að skapa nýjan og stórum betri heim.
Stórþjóðirnar liervæddust hver í kapp við aðra, og
togstreitan um markaði hafði aldrei verið eins hörð
og óvægileg. Svmbólismi og nýrómantik höfðu verið
fráhvarf skáldanna frá hinu ytra lífi — og þá eink-
um þjóðfélagsmálunum, og þegar svo til komu alger
vonbrigði um, að nokkru yrði á skömmum tima
þokað i þá átt að gera að veruleika draumana um frið
og farsæld, varð sjálfstjáningin enn meira atriði en
áður. í Frakklandi kom fram ný listastefna, sem
kölluð var expressjónismi. Eins og í öðrum listgrein-
um var nú leitað nýrrar tækni i bókmenntum, og
(90)