Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1953, Síða 93
fylgjendur þessarar stefnu fóru oft ærið nýstárlegar
og alltorræðar leiðir til tjáningar tilfinningum sinum
og órum. Svo sem hjá. skáldum symbólisma og ný-
rómantikur var dulúð mjög áberandi i verkum margra
expressjónista, og tækni þeirra varð tíðum æsingar-
kennd og öfgafull, einkum þá er þeir vildu tjá and-
stöðu sína eða andhælishátt gegn ríkjandi formum,
hugsunarhætti eða jafnvel tilverunni í lieild. Um
margt höfðu þeir skáldin frá því um og fyrir alda-
mótin að lærifeðrum og leituðu einnig innblásturs
hjá löngu liðnum skáldum hinnar gömlu rómantíkur
á fyrri hluta 19. aldar. En samhliða þessari stefnu
gætti og víða í bókmenntunum nýrrar raunhyggju
— og þá ekki sízt á Norðurlöndum, og eftir heims-
styrjöldina varð bölsýn raunhyggja mikils ráðandi
i bókmenntum heimsins, en sjálfstjáningin hefur eigi
að siður ávallt verið mjög ríkur þáttur bókmenntanna,
og listrænnar tækni expressjónismans hefur gætt
mjög mikið, ýmist beint eða óbeint. Þó á það, sem
hér hefur verið sagt, ekki við um bókmenntir Ráð-
stjórnarríkjanna nema að litlu leyti, því að þar hefur
skáldskapurinn og aðrar listir verið tekið í þjón-
ustu stjórnarvaldanna og' þeirra framkvæmda og fyr-
irætlana, sem þau hafa á prjónunum hverju sinni.
Þó að viðhorfanna við heimsmálunum gætti lengi
vel minna hér en í öðrmn löndum og þróun þjóð-
félagsins væri skemmra á veg komin en í nágranna-
löndunum, varð svipað upp á teningnum hjá hin-
um upprennandi skáldum eins og erlendis. Hér ríkti
upplausn á ýmsum sviðum, siðferðisleg og menning-
arleg verðmæti voru hér mjög á reiki, og enginn
andi mikilla hugsjóna sveif hér yfir vötnunum. Hin
ungu og uppvaxandi skáld fylltust i allri ringulreið-
inni tómlæti og jafnvel háðblandinni og andhælis-
legri efagirni gagnvart öllu því bjástri, sem þjóðin
stóð i og margt hvað var háð tilviljunum meira en
fastri stefnu, og hvatningarkvæði, ættjarðarljóð og
(91)