Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1953, Page 94
jafnvel sögukvæði og náttúrulofsöngvar á hefðbundna
vísu komust í hálfgildings ónáð. Sjálfstjáningin varð
svo höfuðeinkenni flestra þeirra ljóðskálda, sem fram
komu á tímabilinu 1918—1944, þó að raunar sé og
önnur viðfangsefni að finna i kveðskap þeirra og
nokknr liafi snúið sér allmjög að þjóðfélagsmálum
■— og þá einkum mótuð af atburðum, sem gerzt hafa
erlendis, eða af viðhorfum, er þar hafa myndazt. Hjá
þorra skáldanna hefur gætt allmikillar bölsýni —-
og það í rauninni ekki siður hjá þeim, sem hafa
þótzt eygja l'ramtíðarleið út úr þjóðfélagslegu og
menningarlegu öngþveiti. Þau hafa sem sé fyllzt al-
geru örvæni um stefnu samfelldrar þjóðfélagslegrar
og menningarlegrar þróunar og gefið sig á vald þeirri
von, að þjóðfélagslegt kerfi, mótað og framkvæmt
af fáum mönnum, sem þá yrðu að reynast goðum
líkir að óskeikulleik, sé sú eina björg, sem mann-
kyninu geti fallið í skaut.
3.
Víðast erlendis gætir injög á sviði bókmenntanna
listrænnar og hugsjónalegrar örvunar og stundum
forystu af hendi fræðimanna, menningarforkólfa og
þjóðfélagslegra leiðtoga. Þessa gætti og miltið hér á
landi á 19. öldinni, þar sem voru Fjölnismenn og
Jón Sigurðsson, sem sýndi íslenzkum bókmenntum
eklti siður sóma en stjórnmálum og atvinnumálum
þjóðarinnar. Og að Jóni Sigurðssyni liðnum var
það svo lengi vel, að ýmsir ráðandi stjórnmálamenn
og ritstjórar voru sérlega áhugasamir uin íslenzkar
bókmenntir og þróun íslenzkrar tungu. Á þvi tíma-
bili, sem hér um ræðir, varð á þessu allmikil breyt-
ing. Þó að hlutur íslenzkra skálda og rithöfunda
um styrki frá Alþingi væri oftast sæmilegur, sinntu
leiðtogar stjórnmálanna bókmenntunum yfirleitt
minna en fyrirrennarar þeirra, starfið og streitan á
vettvangi flokká- og dægurmála varð þeim æ víð-
(92)