Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1953, Side 97
bækur, en heildarútgáfa af kvæðum Stefáns var
prentuð 1945.
Stefán frá Hvítadal var löngu byrjaður að yrkja,
áður en hann fór til Noregs, og í Reykjavík komst
hann í kynni við mjög skáldhneigða menn. í Noregi
kynntist hann allmikið norskri ljóðlist, og var hann
einkum hrifinn af ljóðum Ibsens, Per Sivles og Wil-
denveys. Stefán las og hugsaði mikið i veikindum
sínum, og vitsmunir hans, dómgreind og smekkvisi
náðu miklum þroska. Útkoma Söngva förumannsins
þótti allmikil tíðindi á vettvangi íslenzkra bókmennta,
og var bókinni vel fagnað. Stefán hafði til að bera
mikla rímgáfu og rímleikni, og málkennd hans var
mjög næm. Hann gætti þess vandlega, að orðavalið
í kvæðunum væri í sem nánustu samræmi við anda
þeirra, og komst þar lengra en flest skáld, sem á
undan honum höfðu ort. Stefán notaði yfirleitt nú-
tíðarmál, og ef hann bjó til orð, var það jafnan auð-
skilið. Stundum brá hann fyrir sig fornyrðum og
skáldamáli. en ekki vegna rímsins, heldur til þess
að ná sérstökum áhrifum. Hann var liugkvæmur á
snjallar likingar og oftast rökvis á samræmingu
þeirra. Hann notaði sér hætti, sem liann hafði lært í
Noregi og sumir voru hér nýjung, og hann vék þeim
við eftir því, sem honum þótli henta. Hann valdi
hætti sína þannig, að þeir féllu sem bezt að efninu
og ættu sinn ríka þátt í að gefa kvæðunum blæ.
Stefán var maður mikilla og heitra tilfinninga og
snöggra geðbrigða. Hann unni lifinu, gróðri þess,
fegurð og nautnum, og oft fylltist liann djúpri þakk-
látssemi til gjafara lífsins. En á hinu leitinu var sár
þjáning sjúks manns, sem dauðauggurinn sat um í
vöku og svefni og blandaði ávallt beiskju í hinar
gómsætu og gullnu veigar lifsins. Innileikinn i lífs-
nautn Stefáns annars vegar og hins vegar hin sára
þjáning gefur hinum fáguðu Ijóðum hans ógleyman-
legt áhrifamagn, því að þetta tvennt er oft til staðar
(95)