Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1953, Page 98
Stefán frá Hvítadal. Davið Stefánsson.
í sama kvæðinu. Stefán var hvort tveggja í senn:
maður efa og innilegrar trúhneig'ðar. Því var það,
að þá er liann í hvert sinn hvarf úr skuggariki efans
yfir í glæsta heima trúarinnar, var auðmýkt hans
og tilbeiðsla djúp, enda eru trúarljóð hans ein hin
mest hrífandi, sem kveðin hafa verið í seinni tíð af
íslenzkum skáldum. Þetta á þó einkum við hin
skemmri trúarljóð skáldsins, síður við Heilaga kirkju,
hina glæsilegu hrynhendu drápu, sem ort er af mik-
illi íþrótt -— eða þau löngu og stásslegu kvæði, sem
hann kvað trúarlegs efnis, eftir að hann árið 1924
hafði gerzt kaþólskur. Áhrifa Stefáns um hætti og
formfegurð hefur gætt allmikið í ljóðum ýmissa
þeirra skálda, sem síðar hafa komið fram.
Davíð Stefánsson er fæddur í Fagraskógi við Eyja-
fjörð árið 1895. Hann tók stúdentspróf 1919, hafði
orðið að vera mikið frá námi vegna vanheilsu. Hann
varð cand. phil. 1930. Frá 1925 hefur hann verið
bókavörður á Akureyri. Davíð hefur oft farið utan
og stundum dvalizt alllengi erlendis.
Svartar fjaðrir, fyrsta ljóðabók Daviðs, kom út
1919, en nokkrum árum áður höfðu birzt eftir hann
(96)