Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1953, Síða 99
kvæði í tímaritum. Hann hafði og lesið upp á sam-
komum i Reykjavik við mikinn orðstir, og skóla-
bræður hans frægðu mjög skáldskap hans. Svörtum
fjöðrum var þvi tekið af mikilli eftirvæntingu. Siðan
þær komu út, hefur Davið látið frá sér fara sex ljóða-
bækur, og Ijóð hans komu út í heildarútgáfu þegar
árið 1930, en oft siðan, og nú er að koma út í fjór-
um bindum safn allra rita hans i bundnu máli og
óbundnu. Ljóð Daviðs hafa selzt mest islenzkra bóka
frá síðari tímum og liann orðið ástsælli en nokkurt
annað skáld, sem nú er á lífi.
í Svörtum fjöðrum voru sum kvæðin mótuð blæ
þjóðsagna og þjóðkvæða, eins og ýmis af Ijóðum
þeirra islenzku skálda, sem hrifust af nýrómantik
aldamótanna. En kvæði Davíðs voru sérkennilegri
og i þeim meiri ólga en öðrum kvæðum, sem hér
höfðu sézt af svipuðu tæi, og í mörgum af ljóðunum
í Svörtum fjöðrum komu fram ljós merki expressjón-
ismans. Hið táknræna í þeim var oft valið af óvenju-
legri dirfsku, en þó rökvísi, og tilfinningarnar túlk-
aðar af meiri liita en menn áttu að venjast, jafnvel
stundum af taumleysi, sem íslenzk skáld höfðu ekki
leyft sér. Þarna var og draumum og órum veitt meira
rúm en hjá flestum öðrum íslenzkum skáldum. En
þrátt fyrir taumleysi og óra var aldrei lengra farið
en svo, að þótt eklra fólk hristi höfuðið yfir sumum
kvæðunum, hreifst það af þeirri æskuólgu, sem í
þeim var, og unga fólkið var í sjöunda himni. Þarna
var túlkuð sú óró, það jafnvægisleysi, sá lifsþorsti
og sú kvíðakennda þjáning, sem ávallt einkennir æsk-
una, en einkum var áberandi hjá hinni ungu kyn-
slóð þessara ára, vegna ringulreiðar þjóðlifsins og
andblæs uggvæns ástands og ógnþrunginna atburða
á erlendum vettvangi, en auk þess voru í kvæðum
Davíðs tónar, sem minntu þá, sem leitað liöfðu eða
borizt úr átthögunum, á bernskuna, vöktu Ijúfsárar
minningar og hljóðlátan trega. Þarna var og engin
(97) 4