Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1953, Síða 101
meö þjóð hans, samtímis því, sem í þeim er yfirleitt
styrkur tónn margslungins og sérstæðs persónuleika
og sjálfstjáningar. Davið er tengdur sterkum en við-
kvæmum tengslum fornum menningarerfðum og
þjóðháttum, svo sem flestir Islendingar hans kynslóð-
ar, hversu ljóst eða óljóst sem þeim kann að hafa
verið það, en hins vegar er hann í mjög rikulegum
mæli gæddur lífsþorsta, útþrá og draumum þjóðar,
sem um aldir hefur búið i strjálbýli á eyju norður í
höfum við þrengingar og harðræði, en hefur séð hið
gamla riða, opnast nýjar, en torræðar leiðir, veit
lítt skil á áttum og ug'gir um það, hvað við taki hand-
an við næsta nes. Svo liefur þá Davið Stefánsson með
sína ríku skáldgáfu og miklu en alþýðlegu listtækni
orðið öðrum fremur þjóðskáld sinnar kynslóðar.
Þakkarskuld íslenzkra bókmennta og menningar-
erfða við Davið Stefánsson er ærið mikil, og hún er
ekki eingöngu bundin við þau áhrif, sem hann hefur
haft á yngri skáld, eða það, sem þau hafa af honum
numið. Um 1920 var hinn forni bókmenntaskóli al-
þýðunnar á Islandi að mestu úr sögunni, og ekki var
fyrir neinu séð, sem í stað hans gæti komið, svo að
viðbúið var, að aldagömul tengsl 'alls þorra manna
við ljóðlistina rofnuðu og svipað yrði upp á teningn-
um hér og víðasi hjá öðrum menningarþjóðum, að
ljóð séu að mestu séreign fárra útvaldra. Þá kom
Davíð Stefánsson fram og náði að stilla þannig strengi
hörpu sinnar, að tónar hennar vöktu enduróm i huga
og hjörtum jafnt leikra og lærðra um land allt.
Jakob Jóhannesson Smúri fæddist á Sauðafelli í
Dölum árið 1889. Hann varð stúdent 18 ára gamall
og meistari i norrænum fræðum frá Kaupmanna-
liafnarháskóla 1914. Hann stundaði síðan islenzku-
kennslu í ýmsum skólum í Reykjavik og var nokkur
ár ritstjóri, en varð íslenzkukennari i Menntaskól-
anum 1920. Árið 1936 varð hann að láta af þvi starfi
vegna heilsubrests, og síðan hefur hann eingöngu lagt
(99)