Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1953, Síða 104
skólabræður Sigurðar Grímssonar höföu á honum
sem upprennandi skáldi, viröist því hafa verið á
rökum reist, en ekki er annað vitað en að hann liafi
hætt að yrkja eftir útkomu þessarar bókar.
Jóhann Jónsson var jafnaldri Sigurðar, fæddur á
Staðarstað á Snæfellsnesi. Hann varð stúdent 1920,
var síðan eitt ár við kennslu, en fór svo til Þýzka-
lands og stundaði þar nám i bókmenntum og fagur-
fræði. Eftir nokkur ár hætti hann námi, enda átti
hann við að stríða heilsuleysi, en hann dvaldist í
Þýzkalandi til dauðadags. Hann lézt árið 1932. Jóhann
var strax á unglingsárum sínum áhrifamikill og list-
rænn persónuleiki og varð ógleymanlegur þeim, sem
kynntust honum náið. Hann hafði frábæra framsagn-
ar- og frásagnargáfu og var með afbrigðum glöggur
á skáldlegar sýnir og fagurt form í innlendum og er-
lendum skáldskap. Eftir hann liggja ekki, svo að
vitað sé, nema fá kvæði, flest frá skólaárunum. En
kvæði Jóhanns eru óvenjulega vel gerð, samræmt af
snilli efni og form, og hann var eitt af þeim fáu ís-
lenzku skáldum, sem fékk valdið formi órímaðra
ljóða. Kvæðið Söknuður, sem er órimað, er gætt'svo
ljúflegri málsnilli og slikri hrynjandi samstafanna,
að lesandinn gætir þess vart, að hann sé að lesa
órímað mál. Kvæðið er þrungið djúpum, sárum, en
beiskjulausum trega snillings, sem sér glampann af
gullkornum dreifðra augnblika á farinni leið eins og
vafurloga upp af miklum fjársjóðum, sem aldrei var
til grafið.
Guðmundnr (Frimannsson) Frímann fæddist í
Hvammi í Langadal í Austur-Húnavatnssýslu árið
1903. Hann stundaði iðnnám, en var siðan einn vetur
nemandi hjá Einari Jónssyni myndhöggvara. Hann
hefur unnið að húsgagnasmiði, nema hvað hann var
smíðakennari i Reykholtsskóla i tvö ár. Guðmundur
Frimann hefur gefið út fjórar ljóðabækur. Fyrsta
bókin, Náttsólir, kom út 1922. Hún gaf vonir um, að
(102)