Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1953, Side 105
GuSmundur Frímann. Magnús Ásgeirsson.
þarna væri skáld á ferðinni. Önnur bók hans, Úlfa-
blóð, 1933, jók á þessar vonir, og í þriðju bókinni,
Slörin sijngur, 1937, hafði hann náS fastari tökum
á viSfangsefnum sinum, og persónulegri blær var
kominn yfir kvæSi hans, en þaS er fyrst í síSustu
bókinni, Svört verða sólskin, 1951, sem hann er orS-
inn listrænt og eftirminnilegt skáld.
GuSmundur er sérlega táknrænn fyrir þá sinnar
kynslóSar, sem horfiS hafa heiman úr sveit sinni
og dvalizt langdvölum í bæjum og þorpum, en aldrei
fest þar rætur i andlegum skilningi. Hann er skáld
bernskuminninganna úr íslenzkum dal og þeirra
barnslegu drauma, vona og sæluþrár, sem þar lyftu
sér mót bláum himni trausts og trúnaSar. Alla þessa
vænghvítu fugla hafa hrimkaldur veruleiki og hélu-
grár efi fjaSurstýft og fellt til jarSar, en í minni
GuSmundar lifa þeir sínu lífi, þvi aS hann hefur
ekki hjá öld ringulreiSar og matarhyggju eignazt
neitt, sem geti lyft honum í hæSir i staS þessara
léttfleygu vorboSa bernsku- og æskuáranna. KvæSi
hans eru haustljóS um minningardýrS vorsins, kvæSi
dauSauggs, sem gyllir vordægur bernskunnar, ásta-
(103)