Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1953, Page 107
bók hans, Illgresi, kom ekki út fyrr en 1924. Hún
var gefin út öðru sinni 1942 og þá mjög aukin. Rím-
ur af Oddi sterka komu út 1936. Magnús var maður
afbrigðahagur á mál og rím, og skáldskaparleg mennt-
un hans stóð mjög föstum fótum á grunni þjóðlegr-
ar menningar. Rímur af Oddi sterka eru ljóst vitni
um þetta. Þær eru ortar af fágætri íþrótt og frábærri
smekkvísi. Af erlendum skáldum hefur Heine helzt
haft áhrif á skáldskap Magnúsar. Magnús var maður
dulur og jafnvel hlédrægur, en þó allra manna
látlausastur. í hópi vina gat liann verið glaðvær
og þá fyndinn með afbrigðum. Hann hafði andúð
á allri fordild og kaus heldur óheflaða og sanna
framkomu en yfirborðskurteisi. Hann var mikill vin-
ur smælingjanna og var bitur i garð þeirra, er léku
þá grátt. Allt kemur þetta ljóslega fram i skáldskap
Magnúsar. Hann liefur kveðið hittin háðkvæði og
hvassar ádeilur og iangt og veigamikið kvæði um
hina lirjúfu sæhetju Stjána bláa, og i þvi — eins og
i rímunum af Oddi sterka — yrkir hann af þekk-
ingu og snilli um sæfarir. Það var svo mjög að von-
um, að hann sigraði i keppni þeirri um söng sjó-
manna, sem efnt var til af Sjómannadagsráði árið
1940. En þrátt fyrir það, þótt Magnús Stefánsson
kvæði margt snjallra ljóða, þar sem sjálfstjáningin
er einungis óbein, orti hann ekki hið fegursta kvæði
sitt fyrr en hann undir ævilokin þokaði til hliðar
hlédrægni sinni og sýndi inn i fylgsni þeirrar sáru
viðkvæmni, er hörð kjör í bernsku, umkomuleysi og
misskilningur höfðu ýft svo mjög', að hann dró yfir
hana hulu fálætis og hófstillingar. Það Ijóð er Þá
var ég ungur. Þar hjálpaðist allt að til djúpra og
sammannlegra áhrifa, Jiljóðfall háttarins, minninga-
ilmur orðanna og gerð sjálfs kvæðisins, þar sem
byrjað er á hnokkanum á baðstofugólfinu við móð-
urknén og endað við hinzta hvílustokkinn, en við-
lagið i lok hvers erindis skírskotun til mildi móður-
(105)