Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1953, Side 108
Magnús Stefánsson. Jón Magnússon.
innar. Hverju hefur svo ekki hlédrægnin, sem um-
komuleysi og sársauki bernskunnar gerði að brynju
Magnúsar Stefánssonar á fullorðinsárunum, svipt ís-
lenzkar bókmenntir af afburðaljóðum frá hans hendi?
Jón Magnússon fæddist í Fosskoti í Andakíl í
Borgarfirði árið 1896, en hann ólst upp i Þingvalla-
sveit og i Botni i Hvalfirði. Hann fór til Beykjavíkur
á unglingsárunum og lærði þar beykisiðn, stundaði
hana siðan í mörg ár þar og á Siglufirði, en stofnaði
svo húsgagnaverzlun i Reykjavik og veitti henni for-
stöðu, þangað til skömmu fyrir dauða sinn. Jón dó
árið 1944 eftir langvarandi vanheilsu. Ljóð Jóns
komu út í heildarútgáfu árið eftir lát hans.
Fyrsta bók Jóns var Bláskógar, sem út kom 1925.
Þar eru snotur kvæði, en mjög með líkum svip og
margt, sem ort hafði verið af eldri skáldum. í Hjörð-
um, 1929, eru mörg fögur ljóð, sum ljúf og ljóðræn,
önnur þróttmikil að tilfinningu og orðfæri, en efnis-
val og hátta mjög á sömu vísu og áður. í Flúðum,
1935, vikur skáldið meira að samtið sinni, og val og
mótun háttanna er þar persónulegra, og hinn mikli
kvæðabálkur Björn á Reyðarfelli, 1938, sýnir aukna
(106)