Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1953, Side 111
Tómas Guðmundsson er fæddur á Efri-Brú í Gríms-
nesi árið 1901. Hann tók stúdentspróf 1921 og lauk
prófi í lögum 1926. Hann stundaði málafærslu um
hrið, en var fastur starfsmaður í Hagstofu íslands
1928—43. Siðan hefur hann eingöngu stundað rit-
störf.
Fyrsta bók Tómasar, Við sundin blá, kom út 1925.
Þar kvaddi sér hljóðs eitt af skólaskáldunum, smekk-
vís söngvari, en eklci raddmikill eða áhrifarikur.
Siðan liðu árin, án þess að Tómas léti frá sér heyra,
en svo kom önnur bók hans, Fagra veröld, 1933 og i
kjölfar þeirrar glæstu skeiðar önnur seglfögur og
lystileg, Stjörnur vorsins, 1940. Sú þróun, sem orðið
hafði frá hinum mjúku, angurværu og engan veginn
sérkennilegu tónum, sem ómuðu frá hörpu Tómasar
í Við sundin blá, yfir í þá töfra, sem bárust úr
strengjum hans í hinni Fögru veröld og Stjörnum
vorsins, varð mörgum manninum undrunarefni, og
víst gæti hún virzt undur. Hvilikur yndisleiki máls,
hrynjandi og hugblæs, hvílíkar sýnir — stundum utan
úr fjarlægum löndum og á’fum, en oftast og fyrst
og fremst úr því umhverfi, sem allir höfðu daglega
fyrir augum! Jú, heimur þessara ljóða var sannarlega
hin fagra veröld, og vfir skinu vorstjörnur mildra
drauma og unaðslegrar glettni — og sú dásemd lina
og lita! Það var sem skáldið væri undursamlegur
sjónhverfingameistari. Við vitum ekki, hvort Tómas
Guðmundsson segir nokkurn tíma sögu þeirra ára
lífs sins, sem voru undirbúnings- og fæðingartimi
þessara ljóða, en líklegt er, að þau hafi verið erfið-
ustu ár ævi hans. Hann liafði komið til Reykjavíkur
sem ungur, viðkvæmur og draumlyndur unglingur,
og félagsskapurinn við skólabræður, er lifðu í heim-
um skáldlegra drauma og rómantískra óra, með ó-
ljósar hugmyndir um eitthvað háleitt og undursam-
legt, sem lífið hefði upp á að bjóða, hafði töfrað hann,
ásamt ungum konum, sem urðu disir, þá er þær
(109)