Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1953, Side 113
hið draumræna og yfirskil-
vitlega mætast i furðulegri
og státlausri fegurð, og að
hann er hvergi jafnómót-
stæðilegur eins og þá, er
hann víkur yfir í létta
glettni tii að dylja trega
og þjáningu og komast hjá
að verða ef til vill of væm-
inn.
Fjórða ljóðabók Tómas-
ar, Fljótið helga, kom ekki
út fyrr en 1950, en sú
breyting, sem hún sýndi,
að orðin var á efnisvali og
viðhorfum skáldsins, kom ekki eins flatt upp á menn
vegna þess, að birzt höfðu eftir hann einstök kvæði,
sem boðuðu, hvað var að gerast innra með hon-
um. Yfir veröldina hafði gengið önnur heimsstyrj-
öldin. í augum allra, sem sjáandi sjá, hafði hún
flett grímunni af foringjum þeim, sem heimtuðu,
að einstaklingarnir og heildin tryði á óskeikulleik
þeirra til úrræða fyrir mannkynið, og afhjúpað þá
sem miskunnarlausa og hugsjónasnauða grimmd-
arseggi, er ættu ekki sina lika nema á svörtustu
spjöldum sögunnar. Óskaplegar hörmungar höfðu
dunið yfir heilar þjóðir, þar sem engu var hlíft. En
í öllu þessu hafróti villimennsku, þjáninga og sorga
hafði það sýnt sig, að til voru liugsjónir, sem þjóðir
og einstaklingar unnu svo heitt, að þær kusu þær
frammi fyrir byssukjöftum og á pislarbekkjum
grimmdarseggjanna, þó að i boði væru öll riki ver-
aldarinnar og þeirra dýrð, ef gengið væri á mála.
Það helga fijót, sem Tómas Guðmundsson hafði þótzt
hevra niða allt frá bernsku sinni gegnum glym
brauðstríðsins og hróp blekkjendanna, niðaði á tím-
um neyðarinnar hærra og hærra, og hann fékk full-
(111)
Tómas Guðmundsson.