Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1953, Qupperneq 114
gildingu þess sannleika, sem hann ef til vill hefur
verifS farinn að efast um, að til væru þau andleg öfl
og verðmæti, sem reyndust ofurefli öllum veraldar-
innar kvölurum — með alla þeirra furðulegu tækni
til blekkinga og písla. Og Tómas Guðmundsson kvað:
„Frá gullnu vini, ljúfum perluleik
við ljóð og draum, frá rós, sem angar bleik,
þú hrekkur upp með andfælum og hlustar .. .
Og það er skáld, sem yrkir öll sín ljóð
frá eigin brjósti, misjafnlega góS,
og hreyfir aldrei hending rímsins vegna.
Og vei þeim, sem ei virðir skáldskap þann,
sem veruleikinn yrkir kringum hann ...“
í kvæðinu Að Áshildarmýri segir skáldið um al-
þýðumennina tólf, sem sömdu hið fræga skjal um
réttindi vor:
„En þeim var eðlisbundin sú blóðsins hneigð,
er bregzt gegn ofríki og nauðung án hiks og kviSa,
og þvi verður aldrei til samnings við óréttinn sveigð,
að samvizkan ein er það vald, sem frjálsir menn
hlýða.“
Og Tómas liefur séð jafnt til allra átta:
„Og ofbeldishneigðin, sem herjar á þjóðir og lönd,
fær hvergi dulizt, hve titt sem hún litum skiptir.
— 1 gær var hún máske brún þessi böðulshönd,
sem blóðug og rauð í dag sinu vopni lyftir.“
í tJt vil eg — heim er hið sama djarfa raunsæi:
„Og langi einhvern með land sitt í nýjar álfur
þá láti hann sér nægja að fara það sjálfur.
Því stefnan er ein — hvorki austur né vestur um
haf —
og vér ætlum oss sjálf það land, sem oss drottinn gaf.“
(112)