Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1953, Side 126
. . Það þarf stálskrokk og ólseiga sál til að geta
haldið því humori, sem er i megninu af þínum kveð-
skap. Heldurðu nú annars ekki, að við deyjum báðir,
áður en framkvæmd verður úr því, að ég prenti
kvæði þín, sem við þó höfum ráðgert?“
Ekkert varð úr því, að Tryggvi kostaði útgáfu
kvæða Páls, aðrir urðu til þess, en ýmsan stuðning
veitti hann Páli, sem tekinn var nú að eldast og
þreytast á búskaparvafstri. 7. júní 1892 skrifar hann
Tryggva m. a. á þessa leið: „. . . . En nú hef ég ekki
af miklu að státa, Tryggvi minn, fóturinn brotni
fatlaður og fingurnir krepptir í lófann, nema tveir,
á vinstri hendinni; það er nú eftir taumana. Hevrn-
ina hef ég tvisvar misst, en hún kom aftur, en fór nú
um góukomuna vist alfarin, svo ég heyri ekki nema
með verkfæri, sem ég kalla heyrnarflösku. Þetta
heyrnarleysi kemur mér verr en nokkur getur nærri,
enda þótt ég hafi kjaftaflösku í hinni hendinni. . .
Þá er eftir að minnast á Ragnhildi, hún er siglöð
og sifögur í mínum augum, svo mér sýnast ætíð tvær
sólir á lofti, þegar hún í heiðskíru veðri er sezt
upp á Stjörnu.
Ég er orðinn þreyttur á búskapnum og hjúahaldi
og vil helzt geta setzt í helgan stein. t vetur og vor
hef ég orðið heylaus og töðulaus, eldiviðarlaus, liund-
laus og liestlaus og peningalaus og brennivinslaus og
matarlaus og kvenfólkslaus, en ekki felli ég menn
né skepnur og lifi á lambarusli og heimburðarheyi.
Þarna sérðu nú „status“inn, „humörinn“ og heim-
ilislífið.“
Svo kemur að því, að Páll selur Hallfreðarstaði,
en í þeim umsvifum lijálpar Tryggvi honum dálítið.
12. mai 1893 skrifar Páll honum á þessa leið: „Ég'
þakka bréfið þitt í gær og gleymi því aldrei meðan
ég lifi. Engum manni varstu nú likur. Auk þess sem
þetta getur munað mig mörgum tugum króna, þá
varð ég þó hinu fegnari að geta gefið Valdemar á
(124)