Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1953, Síða 127
Vopnafirði svona ærlega á kjaftinn og verzluninni
þar, og skal gera betur, einmitt af því að ég náði
þarna höggstað á þeim.“ Hefur selt dót sitt á upp-
boði og „á nú ekkert eftir nema konu og börn, skáld-
skapinn og skeiðhestana 4, mitt góða „humör“ og
hundinn minn. Þú getur ekki liafa orðið fegnari að
losna við verzlun en ég við búskap og vinnufólk.“
Síðustu orð bréfsins víkja að því, að einmitt þetta
vor hætti Tryggvi sem kaupstjóri Gránufélagsins eft-
ir 20 ár og varð bankastjóri. — Valdemar, sem Páll
nefnir, er Valdemar Davíðsson, verzlunarstjóri Örum
& Wulffs á Vopnafirði, en sú verzlun hafði það orð
á sér, að hún léti ekki skuldunauta sína deyja í sæld-
inni. Ummæli Páls vitna um það, að hann hefur eng-
ar sérstakar mætur haft á þessum lánardrottni sín-
um. En um fram allt sýnir þetta drengskap Tryggva.
Hann var fáum likur, ef um það var að ræða að rétta
góðum vini hjálparhönd.
Fátt var prentað af vísum Páls og' kvæðum lengi
vel, en þó flugu stökur hans víða manna á milli. Mun
ekki örgrannt um, að sitthvað væri þá úr lagi fært.
Sumar voru visurnar líka þannig, að einhver fann
til undan þeim, ekki sizt menn, sem þekktu ekki
eða skildu græskuleysi Páls og tóku gamni lians
sem alvöru. Dæmi um þetta hvort tveggja eru visur
tvær, sem Tryggvi Gunnarsson birti í Almanakinu
fyrir 1890 og hljóða svo:
1. Bændur fara á kaldan klaka.
Kaupmenn gulli saman aka.
Austfirðinga án allra saka
enskir flá, en kaupmenn raka.
2. Brennivín ég býð ekki neinum,
bezt er mér að drekka það einum.
Hvað skal svín með silfur á trýni?
Svo er að fylla dóna með víni.
(125)