Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1953, Page 129
hæfi og klæðnaði þjóðarinnar. Til voru samt menn,
er sáu annmarka á nýjung þessari og töldu þjóðinni
háska búinn af þvi að selja úr landi kjarnann úr fæðu
fólksins og kaupa í staðinn lélega kramvöru og ým-
islegt léttmeti. Margir munu kannast við Sauðavisur
Eiriks Eiríkssonar á Reykjum á Skeiðum:
Sé ég eftir sauðunum,
sem að koma af fjöllunum
og étnir eru i útlöndum.
Eg á fyrri árunum
oft fékk bita af sauðunum.
Hress var ég þá í huganum.
Er nú komið annað snið,
er mig næstum hryllir við:
að lepja í sig léttmetið.
Skinnklæðin er ekkert í,
ull og tólg er fvrir bí —
sauða veldur salan þvi.
Árið 1897 settu Englendingar lög hjá sér um inn-
flutning lifandi fjár, er liafði þær afleiðingar, að
mjög hlaut að draga úr fjársölu héðan af landi.
Einn af merkustu athafnamönnum hér á landi á síð-
ustu áratugum 19. aldar, Otto Wathne, ritaði Tryggva
Gunnarssyni um þetta 13. jan. 1897. Hér keniur fram
sama sjónarmið og í sauðavisum Eiríks. Wathne vill
leysa gjaldeyrisvandamálið með aukinni framleiðslu
af sjávarvörum, en láta landsmenn sitja að kjötfram-
leiðslunni:
„Um sauðfjársöluna er annars þetta að segja: Ég
held það sé hapþ fyrir íslendinga, að hér verði nokk-
urt hlé á; ég held íslendingar eyðileggist alveg, ef
mestur hluti sauðfjárins yrði fluttur utan á fæti.
Þjóðin getur ekki lifað á slæmu overhead-mjöli og
smjörlíki við svo kalda og hráslagalega veðráttu [sem
(127)