Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1953, Page 131
(Frli. frá 2. kápusíðu).
Ný hlunnindi fyrir félagsmenn.
í ráði er að hafa ]>ann hátt á framvegis um flestar þær
bækur, sem lítgáfan lætur prenta auk hinn föstu félags-
bóka, að selja þær sem auka-félagsbækur, þ. e. a. s., skil-
vísir félagsmenn fá þær við noSkru lægra verði en utan-
félagsmenn. A þessu ári koma út 2 bækur, sem félagsmenn
gefa þannig fengið við lægra verði til 15. desember n. k.,
ef þær seljast ekki upp fyrir þann tima. — Bækurnar eru
þessar:
1. LÖG OG RÉTTUR, handbók um lögfræðileg efni eftir
Olaf Jóhannesson prófessor. — Verð til félagsmanna
kr. 85.00 i bandi. Lausasöluverð kr 100.00.
2. GUÐIR OG MENN, úrval úr Ilíons- og Odysseifskviðu
Hómers. Verð i bandi: til félagsmanna kr. 42.00, í
lausasölu kr. 52.00.
Önnur rit.
Árbók iþróttamanna 1952 og Golfreglur. Ræði þessi rit
eru gefin út að tillilutan ÍSÍ. — Leikritasafn Menningar-
sjóðs 5. og 6. bindi: „Piltur og stúlka" og „Skugga-Sveinn".
— „Facts about Iceland“, 2. og 3. útgáfa.
Vantar yður ekki eldri félagsbækur?
Athygli nýrra félagsmanna og annarra er hér með vakin
á því, að enn er hægt að fá allmikið af hinum eldri
félagsbókum við hinu sérstaklega lága verði, eða alls um
50 bækur fyrir 300 krónur.
Meðal þessara bóka eru úrvalsljóð íslenzkra skálda, þar
á meðal Alþingisrímurnar, almanök Þjóðvinafélagsins, Njáls
saga, Egils saga, Heimskringla, erlend skáldrit, Noregur,
Svíþjóð og Danmörk, sem eru þrjú fyrstu bindi hinna
fróðlegu og skemmtilegu landafræðibóka „Lönd og lýðir“,
og ýmsar fleiri ágætar bækur. — Allmargar bókanna fást
í bandi gegn aukagjaldi.
Hér er tækifæri til að gera sérstaklega góð bókakaup,
þrátt fyrir dýrtíðina. Af sumum þessara bóka eru mjög fá
eintök óseld.