Barnadagurinn - 19.04.1934, Page 7

Barnadagurinn - 19.04.1934, Page 7
BARNADAGURINN 1984. 7 „Barnadagiír ínn“. Grein þessi er eftir frú Estrid Falberg Brekkan, konu Friðriks Brekkan rithöfundar. Frú Brekkan er alin upp í Gautaborg, og varð þar kunn sem ágætur kennari. — Nú vinnur frúin það þarfa verk, að kynna æskulýðnum hér í skólum höfuðstaðarins, sitt „málmi skærra mál“, sænskuna. í grein þessari segir frú Brekkan frá fyrsta bamadegi í Svíþjóð, sem var hafinn í Gautaborg fyrir um 30 árum. Mun mörgum þykja gaman að fylgjast með frásögn frúar- innar um það, hvernig frændur vorir taka á þeim málum. í. J. Sá 3. september 1907, var hátíðisdagur, sem eg aldrei gleymi. Það var fyrsti „Bamadagurinn“, sem haldinn var í Svíþjóð. Eg var þá skólatelpa, sem lagði af stað út í hring- iðu hátíðahaldsins, og kreisti heilan tveggja-krónu-pening fast í lófanum, því að hann var sannarlega auðæfi — og eg hafði ekki einungis fullan rétt, til þess að eyða honum eftir eigin geðþótta — heldur átti eg blátt áfram að eyða hon- um, það mátti alls ekki spara hann undir neinum kringum- stæðum! „Gústaf Adolfs-dagurinn“ (7. nóvember) var annars hátíðisdagur skólabamanna, og þá var maður vanur að fá 10 aura, til þess að gera sér glaðan dag fyrir. — En þetta! Maðurinn fekk undir eins hugboð um, að „Barna- dagurinn" væri nýung, sem fullorðna fólkinu, aldrei þessu vant, þætti eitthvað varið í, úr því sparsamir foreldrar gátu fengið af sér að láta okkur krakkana fá heilan tveggja- krónu-pening hvert, og meira að segja banna okkur að leggja hann í „sparibaukinn“. Árið 1907 var enn þá hægt að fá talsvert fyrir pening- ana, svo að eg gat tekið þátt í næstum öllu því, sem sérstak- lega var ætlað börnum — keypt happdrættismiða og sæl- gæti og lagt eins — og tveggja eyringa — auðvitað með svolítilli aðgætni — í sparibauka, sem alls staðar var hringlað með. Þar við bættist svo allt það, sem hægt var að fá að sjá og heyra ókeypis. Því undir eins frá fyrstu byrjun hafði „Barnadags“-hugmyndin unnið svo algerðan sigur, að það var nóg af listamönnum: söngvurum, leikurum, „fjöllistamönnum“ og ýmsum öðrum, er buðu fram krafta sína og aðstoð — og fjölda margar sýningar fóru fram úti á götum og torgum og kostuðu áhorfendur ekki neitt — það er að segja — állt í kring hlupu unglingar í ýmis- konar grímubúningum og hringluðu „Barnadags“-bauk- um, og það hlaut þá að vera reglulegt dauðýfli, sem undir þeim kringumstæðum gat stillt sig um að fórna smáskild- ingunum í baukana. Leikhús, hljómlistahús, kaffihús, — allt gekk undir merki barnadagsins. Hin vinsæla „Barnadags“-nefnd gat undir eins fengið hvern sem var, til þess að gera hvað sem var, og oftast ókeypis. Dagblöðin, sem strax gengu í þjón- ustú „Bamadagsins“, komu út með sérstökum „Bama- dags“-blaðsíðum. Risavaxin auglýsingablöð og dagskrá há- tíðisdagsins blöstu alls staðar við á plankagirðingum og í sýningargluggum — listamennirnir teiknuðu kauplaust og prentsmiðjumar prentuðu ókeypis. Kaupmönnum var það strax ljóst, að þeir skyldu leggja fram sinn skerf, og þeir kepptust um að setja stórar og dýrar auglýsingar í „Barna- d'ags-dagblaðið“, sömuleiðis á dagskrána og sjálfa að- göngumiðana. — í stuttu máli, „Barnadagurinn“ komst Framh. á síðu 8. IIIIIIIIIIHIIIIIIIIIlllllllllllIlHlllllIlllllllllllIIIIIiyilHHIIIIIIIIIIIHIIllIIIIIIIIIIHIIIhlllllllllllllHllllllllllIIIIIIIIIlIlHI'g Battaliiio | Austurstrceti 14 | (uppi). | Þar fást hattarnir og | | húfurnar, sem allir | krakkar vilja eiga. — | ' GUNNLAUG BRIEM | ÍIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII1IIIII1III1III,1I1II,11I,1IIIII,1III111II11II1IIIIIIIIIB Skólalitir. Höfum nýlega fengið mjög mikið af allskonar vatnslita- kössum. — Ódýrum litum í töflum, skálum og túbum, sem einnig fást lausar. Kassar með 10-12 litum frá 75 aurum. P e n s 1 a r, margar tegundir. P a p p í r, í bókum og blokkum Fáið ykkur litakassa fyrir sumarið. ,,MÁLARINN“. Simi 1496. Bankastrætí 7. Barna- tryggingar með þeim hœtti, að iflgjöld falla niflur ef sá sem biður um trygg- inguna (venjnlega faðir barns- ins) fellur frd eða verður öryrki. Leitið upplýsinga (látð getið ald- urs yðarog hvenœr þérmynduð óska úlborgunará trygýingarfénu). Lífsábyrgðarfél. THULE h.f. Aðalumboð fyr.r island Carl D. Tulinius & Co. Eimskip 21. Simi 2424. ^ Allar nýj ustu íslenzkar bækur og mikið af erlendum bókum og blöðum, fáið þið altaf hjá: miRH Bókaverzlun, Austurstræti 1.

x

Barnadagurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Barnadagurinn
https://timarit.is/publication/869

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.