Barnadagurinn - 19.04.1934, Side 15

Barnadagurinn - 19.04.1934, Side 15
BARNADAGURINN 1934. 15 En bærinn okkar er einkennilegur. Hann er hvorki byggður fyrir böm né bíla. Göturnar eru of þröngar fyrir bílana og það vantar land undir þá. Húsin standa of þétt og of nálægt götu, vegna bamanna. Það vantar opin svæði fyrir börnin, með viðeigandi útbúnaði. Satt er það, lóðimar hér í bæ eru dýrar. En moldin er aldrei of góð fyrir góðan gróður, og landið aldrei of dýrmætt fyrir bezta gróðurinn — börnin. Fyrra atriðið er afsakanlegt, vegna þess, að bílar eru ný fyrirbrigði, en síðara atriðið varla, vegna þess, að börn hafa fæðst og munu fæðast. Alvarlegasta viðfangsefni vort er nú: Bömin á göt- umii og bílamir. I dag er Reykjavík barnanna, eins og myndin sýnir. I. J. DagheimiliS Grænaborg. Dagheimilið starfaði í fyrra frá 1. júní til 15. sept. 87 börn dvöldu alls á heimilinu og rúmlega helmingur þeirra dvaldi þar alveg frítt, frá kl. 9—6 daglega. Fengu börnin fæði eftir nútímakröfum og umsjá kunnáttumanna. Myndirnar hér eru frá dagheimilinu í Grænuborg. Fylgist vel með á barnadaginn! Takið eftir skr úðgöngnnni! Sækið skemmtanirnar! Kaupið ,Sólskin6 Allir með merki barnadagsins! Meyj a- skemman kl. 8. Banzinn kl. 91 Austurbæj ar skólinn auglýsir hér í blaðinu merkjasolu 6. maí til ágóða íyrir ferðasjðð fullnaðarprófsbarna skólans. Skól- inn hefir vegna starfsemi barnadagsins frestað merkjasölunni til þessa tíma. Vildum vér, að börn skólans fengju að njóta þess, þegar þau bjóða merki sín. Dagheimili „Sumargjafar“ starfar eins og að undanförnu frá 1. júní n. k. Upplýsingar fást hjá framkvæmdaráði Barna- vinafélagsins, Steingrími Arasyni, form., SÍmi 4341, ísak Jónssyni, féhirði, sími 2552, Arngrími Kristjánssyni, ritara, sími 2433.

x

Barnadagurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnadagurinn
https://timarit.is/publication/869

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.