Bræðrabandið - 01.03.1978, Blaðsíða 3

Bræðrabandið - 01.03.1978, Blaðsíða 3
Biblíúhöfundarnir höfðu skýra mynd af mikilleika Guðs og sem afleiðing af því beygðu þeir sig niður í bæn.Esra sagði: "Ég féll á kné,fórnaði höndum til Drottins, Guðs míns." (Esra 9,5). Sálmaskáldið Davíð bætti við: "Komið föllum fram og krjúpum niður. Beygjum kné vor fyrir Drottni skapara vorum" (Sálm 95,6). Áður en Pétur kallaði Dorkas frá dauðum "kraup hann niður og bað" (Post.9,40). Og þegar Pétur bað fyrir ofsaekjendum sínum„kraup hann niður og hrópaði hárri röddu: "Drottinn, lát þá ekki gjalda þessarar syndar" (Post.7,60). Á sama hátt "kraup (Páll) niður og bað með þeim öllxam" (20.kafli,36,vers) áður en hann skildi við bræðurna í Efesus. Enginn getur rannsakað þessar tilvitnanir um bæn án þess að sjá að stórmenni til forna töldu það bæði forréttindi og skylduað krjúpa þegar þeir nálguðust hinn eilífa í bæn. Jafnvel Salomon konungur "kraup niður frammi fyrir ísrael og rétti hendur sínar til himins" (2.Kron,6,13) þegar hann flutti sína miklu bæn við víglsu musterisins. Og Jesús, fordæmi okkar "kraup niður og bað" (LÚk.22,41). Ellen G. White skrifaði: "Hvar hafa bræður okkar fengið þá hugmynd að þeir ættu að standa þegar þeir biðja til Guðs?...Rétta aðferðin er að krjúpa niður þegar við biðjum til Guðs... Bæði þegar við biðjum opinberlega og í einrúmi er skylda okkar að beygja okkior niður á knén frammi fyrir Guði þegar við flytjum beiðni okkar til hans. Þetta sýnir að við erum honum háð...Og þegar við komum saman til að tilbiðja Guð skuluð þið vera viss um að beygja knén frammi fyrir honum. Þessi athöfn á að bera vitni um það að öll sálin, líkami og andi eru beygð undir vilja Andans og sannleikans...maðurinn verður að koma á knjánum þegar hann biður við fótstól nááarinnar." Selected Messages 2.bókbls.311-315. ÞÓ að best sé að krjúpa þegar beðið er virðist Biblían gera ráð fyrir því að undir sumum kringumstæðum sé viðeig- andi að standa. Þegar musteri Salomons var vígt stóð konungurinn þegar hann blessaði lýðinn. FÓlkið stóð einnig. (1.Kon.8,55.14) þó að Salómon hafi kropið þegar hann flutti aðalhelgunar- bænina stóð hann þegar hann veitti fólkinu síðustu blessun: 3

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.