Bræðrabandið - 01.03.1978, Blaðsíða 11
fall trefja- og orkuefna eins og t.d.
í heilhveiti eða í syk\irróf\am.
Við fínvinnSlu kolvetnanna tapast
ekki einungis trefjaefni, heldur einnig
margvísleg næringarefni og vítamín.
Á meðfylgjandi línuriti sést hve mikið
af nokkrum B-vítamínum tapast við mölun
kornsins. Með möl\on er hér átt við
hve stór hluti heilkornsins er skilinn
frá við mölunina. Á ensku nefnist
þessi mölun "extraction rate" og er
túlkuð sem hundraðhlutfall þess sem
ekki er sigtað frá. Heilkorn er á fag-
máli 100% malað, en venjulegt bökunar-
hveiti er um 70% malað (getur verið
niður í 40%). Svokallað heilhveiti,
sem selt er í verslun\am, er á bilinu
80-95% malað. Það þýðir að 5-20% af
heilkorninu hefur verið malað og
skilið frá sem hveitiklíð sem inni-
heldur nær öll trefjaefni heilkornsins.
Það gefur auga leið, að þessi úrmölun
korns býður heim skorti á ýmsum B-víta-
míniarn, en þessi vítamín notar líkaminn
einkum við orkubrunann. Þess ber einn-
ig að geta að kornmatur er frá náttúr-
unnar hendi einn helsti B-vítamíngjafi
mannsins.
MÆLINGAR Á TREFJAEFNUM
Ein helsta fyrirstaða þess að lækna-
vísindin tækju mið af trefjaefnum í
fæðu var sú, að mælingaraðferðir fyrri
tíma gáfu mjög ófullkomna mynd af þeim.
Notast var við mælingaraðferð sem
kallast trénis-mæling, en hún var
fundin upp á síðustu öld. ÞÓtt vísinda-
menn séu nú sammála um að trénisákvörðun
gefi alsendis ófullnægjandi mynd af
trefjaefnum £ fæðu er það ekki fyrr en
á allra síðustu tímvun að teknar hafa
verið i notkun nýjar mælingaraðferðir
sem menn geta almennt verið sammála um.
Þessi vöntun á nothæfum mælingarað-
ferðum er jafnframt orsök þess, að
hvorki merkingar á matvöru né neyslu-
kannanir hafa getað tekið mið af
trefjaefnum fram til þessa. Nothæfar
tölur hafa aðeins komið fram 1 einni
rannsókn en það var samanburðarrannsókn
sem gerð var nýlega á neysluháttum
danskra borgarbúa og finnskra dreif-
býlismanna. Kannað var mataræði
karlmanna á aldrinum 55-64 ára og kom
í ljós, að þeir neyttu á milli 17,2
og 30,9 gramma af trefjaefnum á dag.
ÁHRIF Á HEILSUFAR
Trefjaefnin eru eitt þýðingannesta
hollustuefni fæðunnar, jafnvel þótt
aðeins hluti af fullyrðingum þeim sem
fram hafa komið um þýðingu trefjaefn-
anna á heilsufar manna reyndust sannar.
Hér verður drepið á nokkur þessara
atriða.
Tannskemmdir. Eitt aðaleinkenni trefja-
ríkrar fæðu er að hún er hörð undir
tönn. Við neyslu hennar þarf að tyggja
og við það haldast tennurnar hreinni
og tannsýklan (dental plaque) nær ekki
að myndast. Tannsýklan er að jafnaði
undanfari tannátunnar (caries) eða
þeirra tannskemmda sem algengastar
eru meðal okkar nú á tímum. Með öðrum
orðum varnar trefjaefnaríkur matur
tannskemmdum. Á móti kemur að þeim sem
neyta trefjaríkrar fæðu er hættara
við að fá tannholdsbólgur, án þess þó
að það reynist hættulegt heilsu tann-
anna.
Offita. Trefjaefnaríka fæðu þarf að
tyggja vel, en það er fyrirhöfn og
hindrun á orkuinntöku. Auk þess er
slík fæða orkusnauðari og gefur að
jafnaði meiri fyllingu í maga og
betri saðningu en önnur kolvetni. Við
að tyggja framkallast munnvatnssafi í
ríkum mæli, en slíkt er hin ákjósanleg-
asta vörn gegn magasári og skeifugarnar-
sári, þeim sem hætt er við því.
í mjógirninu eru orkuefnin (kol-
vetnin) brotin niður úr flóknum sam-
böndum í einfalda sykra áður en þau
berast til blóðsins. Séu þau bundin
trefjaefnum, losnar sykurinn hægar úr
læðingi og sykurmagn blóðsins hækkar
ekki eins ört og ella. Það hefur aftur
á móti í för með sér minna álag á
þá innkirtla líkamans, sem stjórna syk
sykurefnaskiptunum (einkum á insúlín-
framleiðslu briskirtilsins) og síðxir
verður hætta á offitumyndun og sykur-
sýki. Þess ber einnig að geta að með
aúknum hægðum tapast orka, sem ella
myndi nýtast og e.t.v. breytast £
l£kamsfitu.
Harðlifissjúkdómar. Þekktust eru áhrif
trefjaefnanna á hægðir, en þau virka
losandi og koma i veg fyrir harðlifi.
Þetta er i mótsögn við það sem menn
héldu áður, þ.e. að grófmetið ylli
ertingu í meltingarfærum mannsins og
væri þess vegna skaðlegt. Siðari
11