Bræðrabandið - 01.03.1978, Blaðsíða 6
Andlegar ájafir
til hins
sidasta safnadar
Eftir J. J. BLANCO
Gjöf spádómsins eins og hún birtist
á meðal okkar er hin dýrmætasta gjöf.
ÞÓ að hún sé ekki skráð af Ellen G.
White sem ein af höfuðkenningum trúar
okkar er kenningin um andlegar gjafir
ein af þýðingarmeiri kenningum Sjöunda
dags aðventista.
Mörgum sinnum í sögu okkar hafa
vísindin lagt blessun sína yfir það
sem Guð hafði árum saman opinberað
Ellen G.White. Eitt slíkt dæmi
birtist í ágústblaði blaðsins American
home 1977 í grein sem hét "Tengslin
milli krabbameins og næringar," eftir
Jane E.Brody sem skrifar um vísinda-
leg efni fyrir New York Times. 1
þessari grein segir hún: "Meðal Mormóna
og Sjöunda dags aðventista sem neyta
lítils eða einskis kjöts er að finna
miklu færri tilfelli krabbameins í
ristli,endaþarmi,brjósti og legi heldur
en meðal sambærilegra hópa Bandaríkja-
manna sem kjöts neyta. í fæðu mormóna
IJ.J.Blanco er aðstoðarritstjóri Review
and Herald.
Grein úr Review l.desember 1977.
og aðventista er að miklu leyti jurta-
hvíta (protein) fremur en dýrahvíta og
hefur því að geyma mikið af grófefnum."
Hún segir ennfremur: "Notið lint
smjörlíki í stað smjörs. Notið aðeins
jurtaolíur (helst korn-eða sojaolíur).
Neytið aðeins tveggja eða þriggja eggja
á viku. Borðið meira af ávöxtiim,
grænmeti, baunum og heilu korni og
minna af sykur í mat." - bls.77.
Slíkar leiðbeiningar eru mjög kunnar
Sjöumda dags aðventistum sem hafa lesið
bók Ellen G.White Counsels on Diet —
and Foods. Ellen G.White talaði oft um
þörfina á því að neita sér um kjöt
sérstaklega svínakjöt og að tileinka
sér upprunalegt mataræði mannsins,
ávextl, korntegundir og hnetur.
Árið 1971 tók Ellen G.White stofn-
unin saman rit sem hét Læknavísindin
og Andi spádómsins þar sem sýnt er
fram á að uppfinningar vísindanna varð-
andi mataræði, hreyfingu, krabbamein
tóbak,alkóhól, eiturlyf og taugakerfið
koma heim og saman við það sem Andi
spádómsins hafði sagt. Þessar síðustu
upþgötvanir vísindanna styrkja án efa
trú manna á margt af því sem er að
6