Bræðrabandið - 01.03.1978, Blaðsíða 12

Bræðrabandið - 01.03.1978, Blaðsíða 12
tíma rannsóknir hafa hins vegar sýnt, að "hægðaleysið", sem trefjaefnaskort- urinn hefur í för með sér, veldur seinkaðri tæmingu og harðlífi, sem getur orðið mjög ertandi og skaðlegt fyrir slímhúð ristilsins. Það er margt, sem bendir til þess, að neysla á trefjaríkri fæðu komi í veg fyrir ýmsa harðlífissjúkdóma eins og botn- langabólgu, ristilkrampa, pokamyndanir í ristli og jafnvel gyllinæð. 1 dag ráðleggja flestir læknar trefjaefna- ríkt mataræði við þessum sjúkdómum, a.m.k. þegar ekki er hætta á lífhimnu- bólgu. Tengsl trefjaefnanna við ristil- krabbamein eru hins vegar langsóttari og ennþá umdeild meðal vísindamanna. Árið 1971 setti breski skurðlæknirinn Burkitt fram þá skoðun, að orsök þess að ristilkrabbamein væri með algengustu krabbameiniim á Vesturlöndum en sjald- gæft meðal frumstæðra þjóða, væri skortur á trefjaefnum í fæðu Vestur- landabúa. Afleiðingin er sú að fæðu- rotnun í ristli verður meiri, einkum af völdum loftfælinna gerla, sem mynda krabbameinsvaldandi efni. Fæðximaukið er lengur að skilast sína leið (skiptir dögum) og snerting slímhúðar ristilsins við þessi skaðlegu efni verður nánari. Útbreiðsla æxla í ristlinum sjálfum bendir til þess sama, en þau eru því algengari sem neðar dregur í ristilinn, Neysluhættir i þróunarlöndum og velmegunar- löndum. Hjá hinum fyrmefndu fyrirfinnast vart svokallaðir menningarsjúkdómar en þeir eru al- gengasta heilsufarsvandamál í velmegunarlöndunu Myndin er byggð á skýrslum frá 85 þjóðlöndum og raðað er eftir þjóðartekjum á íbúa. (heimild Périssé, J.,Sizaret,F., & Francois, P.,1969, FAO Nutr.Newsl..7.No.3,p.1.) Áhrif mölunar á innihald B- og E-vítamína i hveiti. (Heimild: Dietary Goals for the United States. U.S. Sentate Committee on Nutrition and Human Needs. Washington D.C.,1977) þ.e.a.s. nær endaþarmi og þar sem meira af skaðlegum niðurbrotsefnum nær að myndas t. Þessi tilgáta Burkitts á langt í land með að verða fullrannsökuð enn. Hún hefur samt bent mönnum á hið flókna samspil trefjaefna og gerla í ristli mannsins en um þessar mundir fara fram ítarlegar rannsóknir á þessum þáttum víða um heim. AÐRIR "MENNINGARSJÚKDÓMAR" Það yrði of langt mál að telja upp alla þá sjúkdóma sem fágætir eru meðal frumstæðra þjóða en algengir hjá svokölluðum menningarþjóðum. Þetta er langur listi og umdeildur. Menn eru þó sammála um að ólíkir sjúkdómar þess- 12

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.