Bræðrabandið - 01.04.1984, Qupperneq 5
orðið, hélt hún áfram að lesa, með því
að nota vasaljós. En þegar rafhlöðurnar
voru búnar, lét hún loksins frá sér
bókina og lagðist til svefns.
í dögun sáum við að hún var byrjuð
að lesa bókina aftur. Og hún hélt áfram
að lesa. Að lokum sagði hún eiginmanni
mínum að hún yrði að skila bókinni, þar
sem hún væri bráðlega á förum.
"Alls ekki!" sagði hann við hana "þú
verður fyrst að tala við konuna mína!"
Svo ég fór til að athuga hvort hún vildi
ekki eitthvað að borða, áður en hún
færi. Hún sneri sér að mér og með
grátstafinn í kverkunum sagði hún mér,
að fyrir þremur mánuðum hefði sonarsonur
hennar lent í bílslysi þar sem þrír af
vinum hans hefðu dáið. En hann slasað-
ist og lá á sjúkrahúsi. Hún sagði að
hann hefði farið að hugsa um kraftaverk-
ið, að lífi hans hafði verið þyrmt, og
að þegar hún hafði heimsótt hann, hefði
hann sagt: "Amma, viltu fá bók um Oesú
handa mér. Mig langar til að þekkja
hann."
Hún sagði mér, að í þrjá vikur hefði
hún beðið um hjálp til að finna bók, sem
hún gæti gefið barnabarni sínu! Ég gat
ekki leyft henni að skila mér bókinni!
Við föðmuðum hvor aðra, hlæjandi og
grátandi, samtímis því að kveðjast.
Ég gat alls ekki trúað því að það
væri bara lokið þriðja degi af fríinu
okkar. Hve okkur þótti gaman!
Á föstudagsmorgni vorum við ennþá á
bílasölusvæðinu. Það var ekkert um að
vera, svo ég fyllti axlartöskuna mína af
bókunum Vegurinn til Krists og Desire
of Ages. Eiginmaður minn kyssti mig til
uppörvunar um leið og ég fór út um
dyrnar og hvarf inn í mannþröngina.
Ég fór að biðja í hljóði, þar sem ég
smeygði mér á milli fólksins. "Oesús,
mig langar til að deila þessum dásamlegu
bókum með öðrum. Viltu leiða mig til
þess einstaklings sem mun hafa mest gagn
af því. Ég treysti þér. Amen".
Ég gekk fram á mann í hiólastól.
Nei, hann hafði engann áhuga. Ég gekk um
dálítið lengur, en ég virtist alls ekki
geta fundið neinn sem hafði áhuga á því
sem ég var með. Mannþröngin varð meiri
og fólk ýtti á hvert annað á alla kanta,
til að komast áfram. Mér fannst ég hafa
lent í þröng, þar sem mér var ýtt í
öfuga átt við þá sem ég hafði ætlað mér
að fara. Eða var það Oesú sem leiddi
mig?
Eftir að hafa gengið sem samsvarar
um það bil tveim húsalengdum, gekk ég
fram á gamlan, hvíthærðan mann, druslu-
legan til fara, ógreiddan og sem virtist
einmana. Ég sagði við sjálfa mig:
"Æ,nei,Drottinn, ekki hann!"
En svo mundi ég að ég hafði beöið
Guð um að leiöa mig, svo ég hagræddi
töskunni á öxl mér og lagði leið mína um
hina ýmsu króka, á milli hinna ýmsu
bílahluta, sem einu sinni höfðu tilheyrt
bílum stoltra eigenda, í kringum árið
1920.
Ég stakk hendinni ofan í töskuna
mína, og bauð gamla manninum eintak af
hvorri bók. Mér datt ekkert í hug að
segja, en tautaði að lokum: "Mig langar
til að deila með þér tveim af uppáhalds-
bókunum mínum." Hann rétti fram óhreina
hendi og tók við bókunum. Ég flýtti mér
í burtu.
"Komdu til baka! Ó, gerðu það, komdu
aftur hingað!" hrópaði hann.
Ég sneri við. Tár runnu niður kinnar
hans og hakan titraði.
"Ó!" hrópaði hann. !" Guði séu lof
og þakkir fyrir að þú komst loksins!"
Hann faldi andlitið í höndum sér og grét
5