Bræðrabandið - 01.04.1984, Page 12

Bræðrabandið - 01.04.1984, Page 12
fullnægt eru veitt leyfi til ótakmark- aðrar áfengissölu og þannig unnið að vaxandi neyslu og aukinni misnotkun áfengis. Samkvæmt 30. grein áfengislaganna eiga áfengisvarnanefndir að "vera ráðgefandi um öll bindindis- og áfengis- mál fyrir sveitarstjórnir, lögreglu- stjóra, áfengisvarnaráð, ríkisstjórn og aðra þá aðila, sem komið geta til greina í því sambandi." Mjög hefur verið gengið framhjá nefndunum í þessu efni og er nauðsynlegt að það breytist og þær verði virkar í stjórnun áfengismála svo sem lögin bjóða. Að öllu þessu athuguðu skorar fundurinn á heilbrigðismálaráðherra og dómsmálaráðherra að þeir hlutist til um að framkvæmd áfengislaganna verði breytt þannig að hún stefni að tilgangi þeirra en ekki frá honum. Oafnframt beinir fundurinn þeirri eindregnu áskorun til menntamálaráðherra að hann hlutist til um að ríkisfjölmiðl- arnir gangi fram fyrir skjöldu með aukinni fræðslu fyrir almenning. Á framangreindum forsendum skorar fundurinn á viðkomandi yfirvöld og forystumenn í félags- og menningarmálum, ekki síst fjölmiðlafólk, að skera upp herör gegn neyslu allra vímuefna og taka þátt í að svipta dýrðarhjúpnum af öllum vímuefnum. II. Fulltrúafundur Landsambandsins gegn áfengisbölinu, haldinn 26. janúar 1984, beinir því til Alþingis að samþykkja ekki fram komna þingsályktunartillögu um almenna atkvæðagreiðslu um hvort leyfa skuli sölu áfengs öls hér á landi. Skal bent á eftirfarandi rök í því sambandi: Almenningur hefur yfirleitt ekki skilyrði til að kynna sér mál þetta af eigin raun og yrði því að treysta túlkun annarra um þau áhrif sem áfengt öl hefði á áfengisneyslu þjóðarinnar. Ýmsir erlendir og innlendir aðilar, sem telja sig munu græða fé á innf lutningi, framleiðslu eða sölu áfengs öls, myndu við undirbúning slíkrar atkvæðagreiðslu leggja fram lítt takmarkað fjármagn til að koma þeirri skoðun inn hjá sem flestum kjósendum að áfengisvandamálið myndi ekki vaxa við tilkomu áfengs öls, heldur minnka eða jafnvel hverfa. Fyrirfram er ógerlegt að meta hversu miklu félags- og heilsufarslegu tjóni áfengt öl til viðbótar annarri áfengis- neyslu myndi valda. Af reynslu annarra þjóða má ætla að það yrði gífurlegt því að það hefur alls staðar bæst við heildarneysluna en ekki komið í stað annars áfengis. III. Fulltrúafundur Landssambandsins gegn áfengisbölinu, haldinn 26. janúar 1984, samþykkir eftirfarandi: Sé áfengisneyslan í þjóðfélaginu svo skaðleg sem þeir menn staðhæfa sem vilja takmörkun hennar er full þörf að draga úr henni eins og neyslu annarra vímu- efna. Sé félagslegur og heilsufarslegur skaði af völdum áfengisneyslunnar hins vegar smávægilegur eins og formælendur hennar virðast telja ættu þeir síst að vilja draga úr rannsóknum á áhrifum hennar. Því skorar fundurinn á þá að taka rösklega undir kröfuna um hlutlausa alhliða rannsókn á áhrifum áfengisneyslu í samfélaginu. Reykjavík, 6. febrúar 1984. REYKINGATOLLURINN MIKLI 1.000.000 DAUÐSFÖLL ÁRLEGA Áætlað er að í Evrópu einni saman deyi árlega yfir 500.000 manns af völdum reykinga. Á sama tíma og af sömu ástæðu falla meira en 350.000 í Bandaríkjunum. Vægasta áætluð tala fyrir allan heiminn er vel yfir 1.000.000 - ein milljón dauðsföll á ári - allt dauðsföll, sem hægt væri að komast hjá ef menn reyktu ekki. 12

x

Bræðrabandið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.