Bræðrabandið - 01.07.1984, Side 2

Bræðrabandið - 01.07.1984, Side 2
UPPSKERUMEGINREGLAN Dr. Oan Paulsen, formaður Norður- Evrópudeilarinnar. Það er óhjákvæmileg staðreynd lífssins að uppskera er í beinu hlut- falli við það sem sáð hefur verið. Páll setur þessa meginreglu fram í varnaðar- tón: "Villist ekki ! Guð lætur ekki að sér hæða. Það sem maður sáir, það mun hann og uppskera." G1 6.7 . Einmitt núna stendur yfir tímabil þar sem söfnuðurinn leggur áherslu á uppskeru (1000 dagar uppskeru). En það er ekki hægt að takmarka uppskeru við slagorð eða ákveðið tímabil. Sáning og uppskera er hluti af verki og eðli safnaðarins. Þú verður að gera hvoru tve99Ja til þess að geta gert annað. Þegar hvorugu er náð hefur söfnuðurinn hætt að starfa sem tæki í höndum herra uppskerunnar. Þessi sama meginregla á við um hvern einstakan kristinn mann! Eftir að hafa sagt það sem vitnað er í hér á undan, heldur Páll áfram og segir að sá einstaklingur "sem sáir í hold sjálfs sín, mun af holdinu uppskera glötun, en sá sem sáir í andann, mun af andanum uppskera eilíft líf." G1 6.8. Með öðrum orðum, það er fásinna að rækta með sér og lífsverðmæti og takmark í lífinu sem tilheyrir heimi vantrúar og vonast síðan til að vaxa andlega. Það mun hreinlega ekki gerast. Það er ekki hægt að sá eini tegund sæðis og vænta síðan ávaxtar annarrar tegundar. Með þessa meginreglu í huga óskar Guð þess að börn hans hægi á sér og komi afsíðis, að minnsta kosti stutta stund, og horfi með hugrekki og heiðarleika á þá tegund sæðis sem þeir persónulega eru að sá. Og það mun fá okkur til þess að spyrja alls konar spurninga um hvernig við hugsum og hvernig við högum okkur, hvað við lesum, hvað við hlustum á og hvað við horfum á. Hvers konar félags- skap við sækjumst eftir? Hvaða hlutir eru mér mikilvægir? Hvernig er ég í raun og veru og hvernig vildi ég gjarnan að aðrir sæju mig? Hvað fellur mér að gera þegar ég sest niður að dagsverki loknu? Þessar spurningar eru mikilvægar einungis þegar ég í ró og næði og með opinn huga beini þeim að sjálfum mér. Það getur verið þó nokkuð erfitt og óþægilegt að vera einn með sjálfum sér en það er nauðsynlegt til þess að enduruppgötva sjálfan sig og geta rakið rætur sínar í Kristi. Heilagur andi óskar að sýna okkur hvernig ávöxtur hans er. Hann er til staðar til þess að hjálpa okkur að sjá hversu eftirsóknar- verður sá ávöxtur er. Ef ég er félagslega einmana einstaklingur gæti það verið að ég hafi verið að sá röngu sæði? Ef í andlegum efnum hlutirnir eru ekki eins og þeir voru áður gæti það verið að minn andlegi akur hafi verið í órækt í mörg ár? Ef vitsmunalegt líf mitt hefur þornað upp hvað hef ég þá verið að sá í huga minn? Hvað les ég? Ef ég líð fyrir það að vera "út- brunninn" í lífsstarfi mínu, hvaða sæði endurnýjunar og ferskleika hef ég þá alvarlega reynt að ná í? Gleðin, þrótturinn og árangursríkt líf heldur sér ekki sjálft við. Þar sem engu er sáð verður engin uppskera. Og ef við sáum röngu sæði skulum við ekki undrast yfir uppskeru illgresis! "Þúsund dagar uppskeru": Andinn vill gjarnan leiða fólk sitt í áframhaldandi uppskeru. Hann þráir að við fáum þá gleði að smakka á ávöxtum uppskerunnar. Og ef uppskerann er lítil bÝður Andinn fólki sínu að koma til baka aftur með sér og sá svolítið meira. Eru verkamenn uppskerunnar fáir að tölu? Ef til vill sáðum við ekki með nægilegum ákafa og gleði sæði þjónustu í huga ungra manna og kvenna. Eins og við sáum munum við uppskera. Herra uppskerunnar hefur hagað því svo. Ég get einungis vænst uppskeru af því sæði sem fékk tækifæri til þess að spíra og vaxa. 2

x

Bræðrabandið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.