Bræðrabandið


Bræðrabandið - 01.07.1984, Qupperneq 5

Bræðrabandið - 01.07.1984, Qupperneq 5
ÚR SAFNAÐARHANDBÓKINNI í söfnuði Sjöunda dags aðventista er venjan að hafa kvöldmáltíðarathöfn einu sinni í ársfjórðungi. Á þessari guðsþjónustu fer fram fótaþvottarathöfn- in og kvöldmáltíðin sjálf. Þessi athöfn ætti að vera söfnuðinum og prestinum eða saf naðarf ormannmum hin helgasca og gleðiríkasta samkoma. Kvöldmáltíðar- athöfnin er án efa ein af helgusutu skyldum sem presti eða safnaðarformanni er ætlað að framkvæma. KVÖLDMALTIÐIN 3esús hinn mikli endurlausnari þessa heims er heilagur. Englarnir lýsa yfir: "Heialgur, heilag- ur, heilagur, Drottinn Guð, hinn alvaldi, hann sem var og er og kemur." Þess vegna, þar eð Gesús er heilagur, eru táknmyndirnar sem tákna líkama hans og blóð einnig heilagar. Þar eð Drottinn sjálfur valdi táknmyndir með djúpa merkingu, táknmyndir ósýrðs brauðs og ógerjaðs ávaxtar vínviðarins og notaði hin fábrotnustu tæki til að þvo fætur lærisveinanna ætti að gæta ítrustu varkárni í að nota aðrar táknmyndir og aðferðir (nema í mjög knýjandi neyðar- tilfellum) svo að upprunaleg merking athafnarinnar glatist ekki. Einnig hvað snertir skipan athafnarinnar og hefð- bundin hlutverk prestsins, safnaðar- formannsins, safnaðarþjónanna og safnaðarsystranna í kvöldmáltíðinni þá ætti að gæta varúðar svo að eitthvað frábrugðið og nýtt leiði ekki til þess að gera hversdagslegt það sem heilagt er. Einstaklingshyggja og sjálfstæði í framkvæmd og venju gæti orðið tjáning skeytingarleysis um einingu safnaðarins og samfélag við þetta helgasta og blessaðasta tækifæri. Löngun í til- breytingu gæti gert að engu þátt minningarinnar í þessari athöfn sem Drottinn sjálfur stofnaði þegar hann hóf þjáningargöngu sína. Kvöldmáltíðarathöfnin er jafn heilög nú á dögum og hún var forðum þegar 3esús Kristur stofnaði hana. 3esús er enn viðstaddur þegar þessi heilaga athöfn er höfð um hönd. Við lesum: "Það er við slík tækifæri, við athafnir sem hann sjálfur hefur boðað til, sem Kristur hittir fylgjendur sína og veitir þeim þrótt með návist sinni." DA bls. 656. TILKYNNING UM KVÖLDMÁLTÍÐARATHÖFN í flestum söfnuðum fer þessi athöfn fram á næst síðasta hvíldardegi árs- fjórðungsins. Kvöldmáltíðarathöfn skyldi tilkynna með minnsta kosti viku fyrir- vara. Ritari safnaðarins, safnaðarþjón- ar og safnaðarsystur ættu að taka niður 5

x

Bræðrabandið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.