Bræðrabandið


Bræðrabandið - 01.07.1984, Qupperneq 9

Bræðrabandið - 01.07.1984, Qupperneq 9
HEFUR ÞÚ EAÐMAD BARNID ÞITT? Þetta er ekki bara slagorð. Það er "lífsnauðsynlegt þar til barnið nær sjö eða átta ára aldri - og ég meina lífs- nauðsynlegt!" segir dr. Ross Campbell, kristinn geðlæknir sem hefur sérhæft sig í því að annast um ung börn. Dr. Campbell heldur áfram og segir að þörfin sé sérstaklega sterk þegar börnin eru veik, þreytt, hafa orðið fyrir sorg eða vonbrigðum, eða eiga í erfiðleikum með jafnaldra sína. Við eigum vini sem eiga engin börn sjálf. En systkinabörn þeirra og öll börnin í götunni elska þau ákaflega mikið. Og það tekur ekki langan tíma að sjá hvers vegna. Börnin eru boðin velkomin með faðmlátum og breiðum brosum. Klapp á öxlina, klipið í kinnina, gáskafull snerting, hendinni rennt í gegnum hárið, allt flytur þetta boðskap - "mér þykir vænt um þig!" Ef þú tekur barn í klöltu þér og horfir í augu þess ertu að bjóða því að deila með þér hluta af lífsskoðun þess og hvernig það sér heiminn. Barnið sér strax að þú hefur augljóslega áhuga á hugmyndum þess og berð virðingu fyrir þeim. Slík væntumþykja í dag getur vel veitt barninu þann tilfinningalega styrk sem það þarf á að halda er það mætir erfiðum kringumstæðum á morgun. Nei það er alls ekki út í bláinn að spyrja: "Hefur þú faðmað barnið þitt að þér í dag?" Robert H. Pearson 9

x

Bræðrabandið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.