Bræðrabandið


Bræðrabandið - 01.07.1984, Qupperneq 14

Bræðrabandið - 01.07.1984, Qupperneq 14
um svæðið og framkvæmir eftirlit og fyrirbyggjandi aðgerðir. Er við vígðum þessa sjúkrastöð og vorum umkringd fulltrúum yfirvaldanna, þorpsbúum og höfðingjum þeirra þá var læknirinn þarna þeqar að hjálpa fólki. Dr. Filipe Valente frá Portúgal kom ásamt konu sinni og tveim litlum börnum. Olof Sóreide, einn af tveim bræðrum sem fóru frá eigin fyrirtæki til þess að hugsa um aðra og þjóna í Ghana og Togo geta nú snúið heim. Verkinu er lokið og verkstjórinn Símon Hameney og smíðurinn Kokou Gbete, sem Olof þjálfaði munu hugsa um bygginguna sem væri hún þeirra eigin sem hún og reyndar er því þeir áttu sinn hlut í að byggja hana. NIGERIA: Hér starfrækir Aðventsöfn- uðurinn Aba heilsugæslustöðina og munaðarleysingjaheimili. Við komum þangað í Toyota langferðabifreið um 700 km veg þar eð menn nígeriska flugfélags- ins voru í verkfalli. Þarna í Aba beið okkar enn ein opnunarhátiðin, en raddir margra vatna frá rigningartímanum sem var snemma á ferðinni hér um bil drekkti öllum hátíðarhöldunum. Kirkja í nágrenninu bjargaði okkur og athöfninni. SIDA og FINNIDA (Finnland) gerðu mögulega þessa byggingu heilsugæslu- stöðvarinnar og munaðarleysingjaheimil- isins ásamt fjárframlögum félagsmála- deildar Imo fylkisins og örlátum framlögum úr opinberum sjóðum og frá Aðventsöfnuðinum. Það hafði reynst erfitt að fá vegabréfsáritun fyrir starfsfólk til þess að vinna í þessari heilsugæslustöð sem læknar og hjúkrunarkonur. Við vonumst til þess að nýja herstjórnin muni fljótlega veita sjálfboðaliðum okkar vegabréfsáritun. Munaðarleysingjaheimilið er mannað af innfæddum starfsmönnum. Ákaflega duglegur og hæfur hópur ungra kvenna sjá um 30 börn sem mæðurnar hafa yfirgefið. Þessi nýju húsakynni munu gera störf þeirra miklu auðveldari. Ungur bygg- ingameistari, Arne Bull Nielsen frá Danmörku hefur lokið verki sínu hér. Hann koma öðru sinni til þess að ljúka þessu verki. Hann og þeir sem unnu með honum geta verið stoltir. Glæsileg heilsugæslustöð mun brátt þjóna fjöl- mennu og þéttbýlu héraði. Fólk að hjálpa fólki. Við, meðlimir eftirlitsnefndarinnar frá þróunarsam- vinnustofnunum og söfnuðinum, vorum gagntekin af þessari þjónustu sem veitt er bæði af fastráðnu starfsfólki og sjálfboðaliðum. Það var einnig hrífandi að sjá árangurinn af starfi safnaðarins sem uppfyllir svo vel og ljúflega dagskipun- ina sem er gefin af herra safnaðarins að prédika, kenna og lækna. ■ Aba heilsugæslustööin í Imo fylki, Nigeríu 14

x

Bræðrabandið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.