Bræðrabandið - 01.07.1984, Blaðsíða 15

Bræðrabandið - 01.07.1984, Blaðsíða 15
í hinni nýtískulegu borg Eindhoven sem telur 200.000 íbúa eru stórir hlutar fólksins kaþólskir sem koma saman í 33 kirkjum. Mótmælendur sem eru í minni hluta skiptast í 25 mismunandi trúfélög. Aðventsöfnuðurinn í Eindhoven byrjaði í kringum 1940 með 8 meðlimi og óx ekkert fram til 1964. En tíu árum síðar 1974 voru safnaðarmeðlimir orðnir 38 og á undanförnum 10 árum hefur meðlimatalan tvöfaldast. Nú er fyrirhugað að byggja þar ekki aðeins nýja kirkju heldur útbreiðslu- miðstöð eins og sjá má af hugmynd um bygginguna á myndinni sem fylgir þessari fréttaklausu. Ætlunin er að þarna geti læknir haft aðsetur sitt, tannlæknir og sjúkraþjálfari sem munu bjóða upp á fræðslu og fyrirbyggjandi þjónustu sem miðar að betra og heilbrigðara lífi. Einnig mun verða þarna heilsuvörubúð og bókabúð. Þá verður þarna möguleiki á ýmis konar námskeiðum og samkomum og reiknað er með að einhver starfsemi fari þarna fram á hverjum degi vikunnar. Eindhoven er þekkt sem höfuðstöðvar Philips fyrirtækisins þar sem 40.000 manns vinna. Ljósaperan mun vera sú framleiðsla sem Philips er einna þekktastur fyrir og þesss vegna er Eindhoven oft kölluð borg ljóssins. Það er von aðventista að þessi útbreiðslu- miðstöð muni færa borgarbúum ljós og verða sannkölluð miðstöð ljóssins. <— i*jh . Teikning af fyrirhugaðri útbreiðslu- miðstöð í Eindhoven, Hollandi

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.