Bræðrabandið - 01.07.1984, Qupperneq 17
lífi verða, verða hafnir upp frá þessari
jörðu, áður en henni verður eytt í eldi.
"Vér munum ekki allir sofna, en allir
munum vér umbreytast í einni svipan, á
einu augabragði við hinn síðasta lúður,
því að lúðurinn mun gjalla og hinir
dauðu munu upp rísa óforgengilegir, og
vér munum umbreytast."
Því að sjálfur Drottinn mun með
kalli, með höfuðengilsraust og með
básúnu Guðs stíga niður af himni, og
þeir, sem dánir eru í trú á Krist, munu
fyrst upp rísa, síðan munum vér, sem
lifum, sem eftir erum, verða ásamt þeim
hrifnir burt í skýjum til fundar við
Drottin í loftinu, og síðan munum vér
vera með Drottni alla tíma. (1Kor
15.51 ,52 og 1Þ4.16-18). ■
STJÓRNMÁLAMENN
OG DÓMSDAGUR
Trúir Reagan Bandaríkjaforseti og
Caspar Weinberger varnarmálaráðherra
hans því að dómsdagur sé í nánd? Að allt
muni enda í kjarnorku-tortímingu?
Nýlega birtust greinar í The
Guardian og í Washington Post þar sem
búið var að tína til ýmis orð Reagans
sem hann hafði látið falla í þessa átt
svo og Weinberger.
I minnst fimm skipti hefur Reagan
látið í ljós þá skoðun sína, á s.l.
fjórum árum, að okkar kynslóð muni
upplifa "Harmageddon" og að það allt
muni byrja með styrjöld í Miðaustur-
löndum.
í kosningabaráttunni 1980 kom
Reagan forseti fram í sjónvarpsviðtali
þar sem hann sagði að þörf væri á
"andlegri endurnýjun". Síðan sagði hann
skyndilega: "Vel má vera að okkar
kynslóð lifi Harmageddon". Við hóp
Gyðinga í New York sagði hann: "ísrael
er eina sterka lýðræðisríkið í Mið-
austurlöndum sem við getum reitt okkur á
í þeim heimshluta þar sem Harmageddon
gæti orðið."
Leiðtogi "Moral Majority" (Sið-
ferðislega meirihlutans), Oerry Falwell,
sem studdi forsetann dyggilega, segir að
Reagan sé sama sinnis og hann sjálfur í
trúmálum. Og hér eru nokkrir spádómar
hans: "Innan sextíu ára verður eins
konar tortímingarskelfing. Sovétríkin
munu farast í þeirri skelfingu. En hinir
kristnu í Sovétrí kjunum munu á því
andartaki verða hrifnir upp til himins."
Og "Við trúum því að rússar muni ráðast
inn í Miðausturlönd, sérstaklega gegn
ísrael og þá mun kjarnorku-tortímingar-
skelfing ganga yfir heiminn."
THOMAS DUNBEBIN, ARTIST
í okcóber í fyrra, þegar Band-
aríkjaþing hafði framlengt veru banda-
rísku sjóliðanna í Líbanon, sagði
Reagan: "Ég kem aftur að spádómum Gamla
Testamentisins og táknunum sem segja
fyrir um Harmageddon. Skyldum við ekki
vera sú kynslóð sem mun lifa þetta? Ekki
veit ég hvort þið hafið verið að
rannsaka spádómana nýlega, en þið megið
trúa mér að þeir lýsa þeim tímum sem við
lifum á."
Nemandi við Harvard háskólann
spurði Caspar Weinberger: "Trúið þér að
það verði heimsendir og að það verði
annað hvort verk Guðs eða mannanna?"
Weinberger svaraði: "Ég hefi lesið
Opinberunarbókina. Já, ég trúi því að
það verði heimsendir og ég vona að það
verði verk Guðs. Á hverjum degi hefi ég
það á tilfinningunni að tíminn sé að
renna út." g
Úr Tidens Tale nr.4 1984
17