Bræðrabandið - 01.07.1984, Page 18

Bræðrabandið - 01.07.1984, Page 18
KÆRLEIKURINN l’ VINNUFÖTUM ósvikinn kærleikur er ekki bara hughrif og tilfinningar. Sannur kærleikur tekst á við vandamálin. Slíkur kærleikur fer í vinnufötin. Þetta reyndi Sharon K. Parker, í bænum Onondago í Michigan þegar hún kynntist Sjöunda dags aðventistum. í mars árið 1982 eyðilagðist hús hennar að miklu leyti í eldsvoða. Fjölskyldan missti allt sem hún átti nema náttfötin og rúmfötin sem þeim tókst að taka með sér þegar þau flúðu út úr brennandi húsinu. Frú Parker, einstæð móðir, á eina dóttur, Kitty, sem er 14 ára gömul. Auk þess að hafa misst húsið sitt þjáist frú Parker af sjúkdómnum MS. En frú Parker var ákveðin í að bjarga sér og sneri aftur í janúar 1983 ákveðin í að endurbyggja hús sitt. En hún komst fljótlega að því að tekjur hennar hrukku ekki til þess. En hún gafst ekki upp og auglýsti eftir hjálp í dagblaði. Merlyn Cooker sá þessa auglýsingu og lagði málið fyrir söfnuð Sjöunda dags aðventista í Oackson í Michigan. Buford Cook,safnaðarformaður þar og smiður með 40 ára reynslu í byggingar- vinnu náði saman hópi safnaðarmeðlima til þess að hjálpa frú Parker og jafnframt var byrjað að safna fjármunum til verksins. Þegar safnaðarmeðlimirnir ætluðu svo að endurbyggja húsið kom í ljós að það fékkst ekki leyfi til þess heldur varð að rífa það niður og byrja á nýbyggingu. Peningar hafa komið frá fyrirtækjum og ýmsum íbúum bæjarins auk þess sem kom frá safnaðarmeðlimum í söfnuðum okkar í Oackson, Eaton Rapids, Lansing, East Lansing, Delton og Urbandale. BASAR! FRÁ SYSTRAFÉLAGINU ALFA REYK3AVÍK Hinn árlegi BASAR systrafélagsins verður að Hallveigarstöðum 14. október n.k. Við sendum góðar kveðjur og þakklæti til allra sem hjálpuðu okkur með basarinn í fyrra og treystum á góða þátttöku sem fyrr. Stjórnin. 18

x

Bræðrabandið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.