Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2005, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2005, Blaðsíða 11
DV Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2005 17 Leðjuslagur kvenna í írak Myndir frá leðjuslag bandarískra kvenna sem voru fangaverðir við Bucca- fangelsið í suður- hluta íraks hafa farið sem eldur í sinu um netið að undanförnu. Bucca-fangelsið hýsir um 4.000 fanga, marga sem hafa verið fluttir frá hinu illræmda Abu Ghraib-fangelsi. Leðjuslag- urinn átti sér stað í október í fyrra og sýnir fjóra kven- hermenn veltast um í leðj- unni meðan drukknir sam- fangaverðir hvetja þær áffarn. Bandaríski herinn hefur hafið rannsókn á málinu. Barnaklám í Disney World Eitt afhótelum Walt Disney-fyrirtæk- isins sem staðsett er í Disney World í Flórída var notað til að taka upp bamaklám. Myndir sem verið hafa í umferð á netinu sýna kynferðislega misnotkun á 12 ára stúlku frá Kanada á einu af herbergjum hótelsins. Lögregluyfirvöld í Toronto sem rannsaka máiið segjast vera nálægt því að upplýsa málið eftir að þeim tókst að staðsetja hótelið. Myndum af hótelherberginu þar sem stúlkan hafði verið þurrkuð út með tölvutækni var dreift meðal almennings og fjöldi fólks hafði samband og sagði að um umrætt hótel væri að ræða. Keypti Kit Kat fyrir 350 þúsund Framkvæmdastj óri nokkur í Essex í Bretlandi hefur eytt sem svarar til 350 þúsund kr. í að kaupa Kit Kat-súkkulaði, alls um 27.000 stykki. Þetta gerði hann til að geta átt hæsta boð í Peugeot 206 bíl í sam- keppni á netinu. Hverjar , umbúðir . utan um , Kit Kat 'hafa ákveðið gildi í þessari samkeppni og nú segir Kevin Bygrave að hann sé örugglega kominn með hæsta boð í bflinn sem selst fýrir 1,4 milljónir kr. í Bretlandi. Súkkulaðið sjálft ætlar hann hins vegar að gefa til skóla í grennd við heimili sitt. Kafteinn Kirk og Halldór í félagi við vin minn hef ég útbúið svokallað Top Star-flokkunarkerfi fyr- ir Sci fi-myndir. í Top Star-flokkunar- kerfinu er kvikmyndum raðað saman efdr innihaldi og hve langt í framtíð- inni þær eiga að gerast. Geimmyndir má flokka í skrýmslamyndir (Alien), stríðs-geimmyndir (Star Wars) og geimmyndir sem lýsa bjartri ffamtíð Teitur Atlason bersaman Star Trek, ameríska menningu og \ Halldór Ásgrímsson. (StarTrek). Flokkar em að sjálfsögðu miklu fleiri en ég nefhi þessa til að lýsa flokkunarkerfinu. Svo rammt kveður að þessum geim-mynda áhuga mfnum að samkvæmt Top Star-stjömugjöfinni öðlast kvikmynd sjálfkrafa 2 stjömur ef hún gerist í framtíðinni eða geimnum. Þessi árátta um forgjöf geimmynda hefúr getið af sér orðtakið „geimmynd er aldrei léleg". Þetta er að vísu bull og vitleysa þrátt fyrir að hljóma senni- lega. Ástæðan er nefnilega sú að ég tók bíóáskorun fyrir nokkm síðan. Áskomnin var fólgin í því að horfa á allar Star Trek-myndimar. Alls 10 stykki. Það er skemmst frá því að segja að þetta er lélegasti kvimynda- bálkm sem gerður hefur verið. Þessi bálkur skiptist í tvennt. Fyrir og eftir William Shamer (Kaptain Kirk) en hann er sennilega lélegasti núlifandi leikari Bandaríkjanna. Eftir 6. mynd- ina er skipt um áhöfinna á Enterprise og Patrik Stewart verður skipstjóri. Eftir það batnar bálkurinn pínuh'tið, en langt í frá nóg til að lyfta myndun- um upp á þolanlegt stig. Persóna Williams Shatner er eins ömmleg og hugsast getur. Hann er eiginlega full- trúi alls hins versta í amerískri menn- ingu. Hann er óskaplega sjálfmiðað- m, fer eftir heimskulegum siða- lögmálum og skilur eftir sig í hverri einustu mynd slóð eyðileggingar. Minnir óneitanlega á Georg W. Bush ef út í það er farið. Captain Kirk setm ávallt upp sama svipinn þegar hann mætir framandi menningu (svip sem er ekki ólílcm þeim sem Halldór Ás- grímson setm upp þegar hann skilm ekki eitthvað, svip sem einkennnist af stöm, hálfopnum munni og vand- ræðalegri þögn). Hjá Kirk jafngildir annað gildismat en það ameríska óréttlæti. Óréttlæti sem verður að leiðrétta. Leiðrétta með blóði og rétt- læta með kröfmmi um lýðræði. Enda skilur Captain Kirk eftir sig sviðna jörð (plánetm!) hvar sem hann fer um í leit að nýjmn ævintýrum. Ný kenning um „Deep Throat“, dularfyllsta mann bandarískra stjórnmála á síðustu öld, hefur litið dagsins ljós. Rithöfundurinn Adrian Havill, höfundur bókarinnar „Deep Thruth“, segir þetta hafa verið George Bush eldri, fyrrverandi forseta Banda- ríkjanna. Upplýsingar frá „Deep Throat“ felldu Nixon forseta í Watergate-málinu. Geopge Bush eldri sagður hafa veriö „Deep Thpoat" Ný kenning um hver hafi verið „Deep Throat" í Watergate- málinu hefur litið dagsins ljós. Rithöfundurinn Adrian Havill, höfundur bókarinnar „Deep Thruth“ segir að þetta hafi verið enginn annar en George Bush eldri, síðar yfirmaður CIA og for- seti Bandaríkjanna í eitt kjörtímabil. Það vom einkum upplýsingar frá „Deep Throat" sem héldu blaða- mönnum Washington Post, þeim Bernstein og Woodward, á sporinu í Watergate-málinu sem á endanum ollu því að þáverandi forseti Banda- ríkjanna Richard „Tricky Dick" Nixon neyddist til að segja af sér embættinu. Bókin „Deep Thmth" fjallar um æfi þeirra Bernsteins og Woodwards sem urðu þekktustu blaðamenn Bandaríkjanna í kjölfar skrifa sinna um Watergate. Rithöfundurinn Havill segir í bókinni að „Deep Throat" hafi ekki verið einn maður heldm fleiri sem láku upplýsingum í þá félaga en nú er hann kominn á aðra skoðun. Nixon sveik Bush Á þeim tíma sem Watergate- máhð kom upp hafði George Bush eldri ærna ástæðu til að hata Nixon þar sem sá síðarnefndi hafði svikið loforð sem hann gaf Bush um að verða næsta varafor- setaefni sitt. Nixon hafði fengið Bush til að láta af öruggu þingsæti í skiptum fyrir stöðu í fjármála- ráðuneytinu auk framangreinds loforðs. í staðinn endaði Bush í hinu vanþakkláta starfi sem for- maður landsnefndar Repúblika- flokksins. í Washington um helgar Á árunum 1971 til 1973 starfaði Bush sem sendiherra lands síns hjá SÞ. En hann var heima í Washington um næstum hverja helgi og fundirn- ir sem Woodward átti í bflakjallaran- um sögufræga með „Deep Throat" voru í sjö tilfellum af átta um helgar. Þar að auki þjónuðu þeir Bush og Woodward í sömu deild landgöngu- liðs flotans og voru á sama tíma í Yale-háskólanum. Og vitað er að Bush hafði ótrúleg sambönd og tengsl í stjómmálalífi Washington á þessum tíma. Viðtal við Bush Havill segir að hann hafi farið að gmna George Bush eldri um að vera „Deep Throat" eftir að sonur hans, „Deep Throat" Á þeim tlma sem Watergate-máliö kom upp hafði George Bush eldri ærna dstæðu til að hata Nixon þar sem sá síðarnefndi hafði svik- ið loforð sem hann gafBush um að verða næsta varaforsetaefni sitt George Bush núverandi forseti Bandaríkjanna, veitti Woodward samanlagt sjö tíma í persónuleg við- töl. Forsetinn er annars með fjöl- miðlafælnari mönnum vestan hafs og þessi rausn við Woodward var í sjálfu sér umfjöllunarefni í fjölmiðl- um. Havill hefur nú rannsakað mál- ið nánar og niðurstöður hans má lesa á slóðinni poynter.org. Shakespeare fyrir fótbolta- leiki Áhuga- maður í fót- boltaliði í Bretlandi hef- ur tekið upp á því að lesa valda kafla úr verkum Shakespeares fyrir félaga sína í upphafi hvers leiks. Andy Bell sem leikur með utandeildarliðinu Harbour View í Brighton tekur einnig þátt í uppsem- ingu á einu af leikritum skáldsins í borginni. Einn leikmanna liðsins, Myles Callaghan, segir að nokkrir af andstæðingum þeirra í öðrum liðum telji Bell vera ruglaðan. „En okkur finnst hann sprenghlægilegur," segir Myles. Ekki fylgir sög- unni hvort gengi liðsins hafi batnað við lesturinn. Skítug fortíð CIA kemur í ljós Böðlar Hitlers unnu hjá CIA eftir stríð Að minnsta kosti fimm af aðstoðarmönn- um Adolfs Eichman voru ráðnir til starfa hjá CIA eftir lok seinni heimsstryjaldarinnar. Þetta kemur fram í skjöl- um sem gerð hafa verið opinber samkvæmt upplýsingalögunum „Freedom of In- formation Act" í Bandaríkjunum. Að sögn blaðsins Shevat í ísrael hefur löngum verið vitað að CIA réð til sín böðla Hitlers eftir stríðið og sé sú stað- reynd hörmuleg. Adolf Eichman bar ábyrgð á framkvæmd hinnar svokölluðu Adolf Eichman Honum tókst að sleppa tilArgentínu I strlðslok en ísraelsmenn rændu honum þar 1962, réttuðu yfir honum og tóku hann svo afllfi. „endanlegu lausnar á gyðingavandamálinu". Það var hann sem skipu- lagði útrýmingu á millj- ónum Gyðinga frá árinu 1942 og til stríðsloka. Honum tókst að sleppa til Argentínu í stríðslok en ísraelsmenn rændu honum þar 1962, rétt- uðu yfir honum og tóku hann svo af lífi. Nokkur umfjöllun hefur verið að undan- fömu í Bandarflcjunum um hlut nasista í starfi CIA eftir stríðslok en stofhunin hefur þver- skallast við að birta öll skjöl sín í málinu þrátt fyrir úrskurð yfirvalda þar um. Nicole Richie heldur rottur sem gæludýr Gaf Paris eina sem heitir Tori Spelling Nicole Richie segir að hún eigi sex rottur sem gæludýr. Nýlega gaf hún stöllu sinni, Paris Hilton, eina af rottunum en sú heitir víst Tori Spell- ing. Áður mun Nicole hafa sagt Tori Spelling að nafngiftin á rottunni vera henni til heiðurs en Tori var víst ekki skemmt að heyra það. Að sögn New York Post mun Tori fyrst hafa sagt við Nicole að henni þætti nafngiftin fyndin en síðan að það hefði sært tilfinn- ingar sínar. „Tori hélt í fyrstu að ég hefði skírt rottuna í höfuð henni þar sem hún hefði andlit eins og rotta," segir Nicole. „Staðreyndin er einfald- lega sú að ég hef skírt allar rotturnar mínar í höfuðið á leikur- unum í þáttunum Beverly Hills 90210. Ég á eina sem heitir Shannen Doherty og aðra sem heitir Luke Perry og svo ffamvegis. En Tori vissi það ekki og því var hún dáldið æst yfir þessu." Nicole segir að rottum- ar sínar séu ftábær gælu- dýr og að Paris elski sína rottu. Nú em hafnar sýningar á þriðju þáttaröðinni af „The Simple Life" með þeim Nicole og Paris í aðalhlutverkum en m.a. vinna þær hjá lýtalækni og á útfar- arstofu í nýju þátt- unum. Paris og Nicole Nicole segir að rotturnar sínar séu frdbær gælu- dýrog að Paris elski rottuna slna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.