Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2005, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2005, Blaðsíða 16
7 6 ÞRIÐJUDACUR 8. FEBRÚAR 2005 Fjölskyldan DV DV Fjölskyldan ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2005 17 -i , : Wmm í D V á þriðjudögum • Nú standa yfir tilboð á ýmsum vörum tengdum þæg- indum og ; t y ■ | notalegheit ■PP ^ • um í versl- uninni Betra bak, Faxafeni 5, þar sem verið er að rýma fyrir nýj- um vörum. Afslátturinn á svefnsóf- um, teppum, rúmgöflum, náttborð- um og fataskápum er 15-50% en 20- 30% á hægindastólum. • Rúmfatalagerinn býður nú ótrú- leg tilboð á rúm- dýnum. Alls kostar Plus B10 boxdýna að stærð 90 x 200 sm. með hlífðar- dýnu 16.900 krónur en áður kostaði hún 19.900 krónur. í Rúmfatalag- ernum er einnig tilboð á „Dana Andrik" andardúnsængum sem kosta nú aðeins 1.990 krónur en kostuðu áður 2.990 krónur. • í verslun ísleifs Jónssonar, Bol- holti 4, er nú tilboð á nuddbaðkör- um. Corica baðkar kostar aðeins 136.000 krónur, Ancona baðkar kostar 137.000 krónur, Solo hornbaðkar kost- ar 118.000 krónur, Sevilla 97.000 krónur, Ibiza 101.000 krónur og Bari 116.000 krónur. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á vefsíðunni isleifur.is. • Nú eru tvenn tilboð í gangi á veitingastöðum Mekong, Spönginni 13 Reykjavik, Bæjarlind 14-16 Kópa- vogi og Sóltúni 3 Reykjavík. í tilboði 1 er tælenskur kjúklingaréttur, svínakjötsréttur steiktur í engifer, sterk hrísgrjón með kjúklingi og grænmeti og djúpsteiktum rækjum og hljóðar það upp á aðeins 2.490 krónur. í tilboði 2 eru kínverskar núðlur með kjúklingi, svínakjöt steikt í hvítlauk, tælenskur nautakjötsréttur og kjúklingur í ostrusósu og hljóðar það upp á 2.490 krónur. • Síðustu dagar útsölunn- Dökkhærður, blíður og góður Draumaprinsinn minn er dökkhærd- ur, með blágræn augu og adeins yfir 180 sm á hæd. Hann verd ur ad vera metnaðarfullur og klárstrákur og bara alveg eins og kærastinn minn. Hann verður lika að vera blidur og góður eins og hann. Alveg sidan ég ir litil hefég lieillast meira af hærðum karlmönnum sem eru dökkir yfirlitum/' [ Draumaprinsinn ) ar í Rafha, Suðurlandsbraut 16, standa nú yfir. Mikið úrval smá- tækja í eldhúsið kostar nú aðeins 990 krónur, eld- húsinnréttingar eru á 30-40% afslætti, uppþvottavél sem áðurkostaði 119.00 kostar nú 99.000 krónur, Tristar heilsugrillið kostaði 6.990 krónur en er nú á 3.990, svo fátt eitt sé nefht. BARNAVÖRUVERSLUN - GLÆSIBÆ slmi 553 3366 - www.oo.is . Valgerður Halldórsdóttir Hefuralla tíö búið I stjúpfjölskyldu og telurþörfina fyrir námskeiö og umræðu gífurlega. DV-mynd Vilhelm Kartöflubátar með tómötum og pestói Kartöflubátar med tómötum og pestói eru tilvalið meðlæti með kjúklingi, lambakjöti og fiski. Rétturinn getur lika staðið sem aðalréttur með grænu salati og brauði. 1 poki Þykkvabæjar-kartöflubátar, 700 gr. 3 msk. pestósósa 1 msk. ólifuolia nýmalaður pipar salt 2 til 3 tómatar, vel þroskaðir en þó þéttir nokkur basilikublöð kryddað með pipar og salti. Kartöfiun- um er siðan velt vel upp úr blöndunni og tómatarnir skornir i báta og blandað saman við.Alltersettí eldfast mót og saxaðri basilíku dreift yfir ef vill. Mótið ersett i ofninnog bakað i um 20 minút- ur. Þegar búið er að taka réttinn úr ofn- inum má skreyta með basiliku. Ofninn er hitaður í 21O C. Pestósósu og ólifuoliu er blandað saman iskál og góðráðsvo fjölskyldan geti hreyft sig saman Búðu til svæði innan- og utandyra þar sem klifur, hopp, gamni-slagsmál og læti eni leyfð. Keyptu dót og tæki sem krefjast líkam- legrar áreynslu. 3« Takmarkaðu tímann sem fer í að glápa á sjónvarpið. Bjóddu ömmu og afa og öðrum ættingj- um með sem oftast. Leggðu áherslu á skemmtunina en ekki sigur í leikj um. /« Eyðið eins miklum tíma utandyra og mögu- legt er. Valgerður Halldórsdóttir heldur námskeið fyrir stjúpforeldra. Hún segir þörf fólks fyrir fræðslu og stuðning mikla en oft þori það ekki að færa mál sín í tal vegna þess hve eldfimt efni þetta sé og vegna þess hve staða stúpforeldra sé óljós. Að vera iða ekki verji foj- eldri Sijupfereldrer i eiliium samanburði við kynfareldra Notaðu likamlega hreyfingu sem verð- laun I staðinn fyrir mat (t.d skautaferð). „Ef maður ættleiðir barn þykir sjálfsagt að það taki þig tíma að tengjast því, ef maður tekur barn í fóstur eru ákveðnar leiðbeiningar um það sem því fylgir og ef maður eignast sjálfur barn er sjálfsagt að fólk fái upplýingar um barneignir og meðgöngu og svo framvegis. En þegar kemur að stjúpfjölskyldunni þá fær fólk barn og mikla ábyrgð í hendur en lítinn sem engan stuðn- ing,“ segir Valgerður Halldórsdótt- ir, félagsráðgjafi og ritstjóri vefsíð- unnar stjuptengsl.is. En sá vefur fjallar, eins og nafnið gefur til kynna, um málefni stjúpfjöl- skyldna og inniheldur margs konar fróðleik sem hentar bæði foreldr- um og börnum. Staða stjúpforeldra oft mjög óljós Valgerður segir jafnframt að hefðbundin uppeldisnámskeið henti stjúpfjölskyldum yfirleitt ekki nægilega vel. Ekki sé sjálfgefið að leiðbeiningar sem gagnist foreldr- um geti gagnast stjúpmæðrum og - feðrum þar sem staða þeirra innan fjölskyldunnar sé oft mjög óljós. Stjúpfjölskyldur séu líka mjög ólík- ar innbyrðis. Það sé ekki hægt að taka því sem gefnu að stjúpforeldr- ið álíti sig í foreldrahlutverki, hvort makinn sé tilbúinn að viðurkenna það í því hlutverki eða hvort börn- in séu tilbúin að líta á það sem slíkt. Því yngri sem börnin eru þeim mun meiri líkur séu á að fólk lendi í hlutverki foreldris en vitanlega sé ekki víst að börn sem nálgist ung- lingsaldurinn séu tilbúin að fara allt í einu að hlýða kröfum foreldra. Eldfimt mál „Sjálf hef ég búið í stjúpfjöl- skyldu alla mína ævi og þegar ég gifti mig á sínum tíma lenti ég í WFJÖLSKYLDU-OG HOSDÝRAGARDURINN Opið alla daga frá kl. 10-17 vanda eins og svo margir aðrir,“ segir Valgerður en síðan þá hefur hún menntað sig mikið í þessum málum. Hún telur þörfina á um- ræðu og námskeiðum um og fyrir stjúpforeldra gríðarlega. Þeir kvarti oft yfir öllum þeim væntingum sem gerðar eru til þeirra, um leið sé í gangi „eilífur samanburður við kynforeldrið". Fólk sé því ýmist dregið inn í einhver foreldrahlut- verk eða haldið fyrir utan það. Lykilatriðið með fræðslunni er að upplýsa fólk um þann mun sem hgg- ur milli hefðbundinna fjölskyldna og ólíkra gerða stjúpfjölskyldna og auð- velda fólki að ræða sín mál sín á milli. Með því móti uppgötvar fólk að ástandið sem það glímir við er ekki óeðlilegt. Þessi mál geta oft ver- ið svo eldfim og undið svo mikið upp á sig að fólk þori ekki að færa þau í tal. Með því að læra og ræða saman um þessi mál er loksins kominn grundvöllur sem hægt er að byggja á. Miklar kröfur Valgerður segir að margt stýri þessum samskiptum stjúpfjöl- skyldna, þar á meðal samfélagslegur skilningur. Fólk eigi fremur að bjóða fram aðstoð sína en sitja og dæma það sem aðrir geri. „Þessi neikvæða umræða og neikvæð sjálfsmynd fjöl- skyldunnar getur dregið úr líkum á því að fólk leiti sér hjálpar með sín mál. Ef hvergi fæst viðurkenning eru minni líkur á því að umræðan sé opnuð." Stjúpforeldrar lenda oft í því að þurfa taka miklu meira að sér en þeir vilja eða geta ráðið við. Á nám- skeiðunum sem Valgerður hefur haldið um þessi mál er bæði veitt fræðsla og stuðningur. Þessi mál eru fólkin og um þau þarf að tala og einnig er nauðsynlegt að farið sé að gera ráð fyrir málefnum stjúpfjöl- skyldna, nógu sé það algengt fyrir- brigði. karen@dv.is sthmra,r?fni fv ftjupfjolskyldi eru ó 7 # r'iw«nyiai 2BujlUn1num.fÍ^kylTmISkyldUr eru ó,ika ekkihver annan °"‘r ‘ StJUpfjölskyldum elski komurn a skim■ pe onulega «- Verum opin og hre'insk!nC°ParSamkeand ma/um * 'nskil/n unt stöðuna ifjar- Réttarhöld fara illa með börn Samkvæmt breskri rann- sókn upplifa börn sem bera þurfa vitni í réttarsal atburð- inn aftur sem kom þeim þang- að. „í nútímasamfélagi er óeðlilegt að börn séu sett í þessa aðstöðu," sagði tals- maður rannsóknarinnar sem náði til 50 ungmenna sem flest höfðu lent í kynferðisafbrota- mönnum. Nærri helmingur barnanna sagðist hafa verið kallaður lygari á meðan hinn helmingurinn sagðist ekki hafa skilið orðaskakið á milli lögfræðinganna. „Lögfræð- ingurinn sagði mig lygara og ég fékk ekki að segja allt sem mig langaði til að segja," sagði eitt barnanna. DV hvetur fyrirtæki til að senda tölvubréf til að láta vita af góðum tilboðum, helst með myndum, á netfangið neytendur@dv.is. Neytendasíða DV birtist í blaðinu alla virka daga. Verkefniö Karlar til ábyrgðar var sett á laggirnar árið 1998. Tilgangur þess var aö veita körlum sem vildu hætta að beita konur ofbeldi aðstoð og skilaði það góðum árangri. Þrátt fyrir það fékkst ekki fjármagn til að halda þessu merkilega starfi áfram og harma það margir. Ingólfur Gíslason er bjartsýnn á breytingar. ’’ . jí I Ingólfur V. Gíslason „Meðferðin I fólst iþvi að veita þeim sem beittu I ofbeldi á heimili sálfræðilega að- I stoð til að hjálpa þeim að láta af I hegðun sinni’ „Karlar til ábyrgðar var verkefni hugsað til þess að aðstoða karla sem vilja hætta að beita konur ofbeldi," segir Ingólfur V. Gíslason starfsmað- ur ReykjavíkurAkademíunnar og sá aðili sem helst var í forsvari fýrir þetta merkilega verkefni sem því miður var lagt af eftir aðeins tveggja ára starfsemi. Ástæðuna fyrir því segir Ingólfur ekki vera litla aðsókn eins og margir óttuðust að yrði og enn síður að meðferðin hafi skilað litlum árangri, heldur hafi verkefnið lent milli tveggja vita og fremur óvíst um hver ætti að fjármagna það. Eins og gefur að skilja þykir mörgum furðulegt að aðeins eigi að taka á afleiðingum ofbeldis, eða eins og Drífa Snædal fræðslu- og fram- Áhugaverður vefur fyrir koni Á heimasíðunni konur.is er margt og mikið að finna hvort, sem það tengist fjölskyldunni, atvinnu, upp- eldi, stjórnmálum, afþreyingu eða öðru athyglisverðu. Á heimasíðunni eru fjöldinn allur af linkum á aðrar kvæmdastýra Kvennaathvarfsins komst að orði þegar hún var spurð um þessi mál: „Það þarf að taka á orsökum vandans jafnt sem afleið- ingunum hans." Mjög góður árangur „Meðferðin fólst í því að veita þeim sem beittu ofbeldi á heimili sálfræðilega aðstoð til að hjálpa þeim að láta af hegðun sinni, fyrst einstaklingsþjónustu en svo var þeim skipt í hópa,“ segir Ingólfur en sálfræðimeðferðin sem þarna var veitt þótti skila mjög góðum árangri í þau tvö ár sem hún var í boði. Þegar um það tuttugu menn höfðu verið útskrifaðir vorul spurningalistar sendir til ^ þeirra sem höfðu tekið ? 4 síður svo allar konur ættu að geta fundið þar eitt- hvað við sitt hæfi. Á síðunni . \\ er einnig að finna margar upp- skriftir svo að auðvelt ætti að veraaðfinnahug- myndir að kvöldmatnum. I \ ■ þátt í þessu verkefiii sem og maka þeirra. Karlarnir töldu allir að þetta hefði hjálpað þeim mjög mikið. Konurnar sögðu allar að annað hvort væri ofbeldinu lokið eða að verulega hefði dregið úr því. Þegar spurt var um lífsgæði þeirra var útkoman einnig mjög jákvæð, þær töldu sig mun öruggari, voru tilbún- ar að ræða fleiri mál við makann og gátu oftar glaðst með honum. Sjónvarpsviðtöl og hækkandi sól Ingólfur segist binda vonir við að þessari starfsemi verði aftur komið á laggirnar í ár. Árni Magnússon félagsmálaráðherra hafi sagt í sjón- varpsviðtali að aftur yrði hafist handa við þetta mál með hækkandi sól. Sólin sé nú byrjuð að hækka á lofti en hann sé mátulega bjartsýnn eftir fyrri reynslu sína, þá hafi allir líst yfir stuðningi en þeim yfirlýsing- um hafi ekki verið fylgt eftir. Hann bíður því með að „taka upp kampa- vínsflöskuna" að þessu sinni þar til fleira kemur í ljós en vonar hið besta. karen@dv.is Beitir þú konuna þína ofbeldi? Þeim mun fleiri afeftirfarandi spurningum semþú svarar játandi þeim mun meiri hætta er á að þú beitir konu/kærustu þina ofbeldi. Efþú kannast við sjálfan þig í mörgum atrið- um veröurþú að fá aðstoð fagaðila. • Hvernig var samband ykkar í upphafi? Sveiflaöist þú milli eldheitrar ástríðu og óöryggis gagnvart henni? • Þrýstirþú á hana að gera alvöru úrsam- bandinu? • Mislíkar þér við fjölskyldu hennar, vini og vinnufélaga (sérstaklega karlkyns)? • Hefur þú komist að því hvað hún er lengi i og úr vinnu/skóla? Viltu gjarnan sækja hana beint I vinnuna/skólann? • Finnst þér börnin ræna athygli hennar frá þér? • Ertþú gagnrýninn á uppeldisaðferðir hennar? • Finnst þér vinna hennar eða skóli vera lítils virði? • Kemur fyrir að þú gagnrýnir fataval henn- arogútlit? • Viltu helst að þið séuð bara tvö saman án annarra aðila? Reynirþú að aftra henni frá þviað hitta annað fólk? • Efþú, eða þið bæði, hafið fengiðykkur áfengi, endar það oft í rifrildi? • Finnst þér að þegar allt kemur til alls eigi karlinn aö ráða? • Viltu vita allt um hennar fyrrverandi? Viltu að hún losi sig við hluti tengda fyrri ástar- samböndum? • Kemur það fyrir að þú ert harðhentur við börn eða gæludýr? • Ásakarðu hana oft fyrir að vera þér ótrú? • Hefur þú yfirlityfir fjármál ykkar og skammtar henni peninga eða leynir þú hana upplýsingum um fjármálin? • Viltu hafa yfirsýn yfir símtöl hennar, tölvu- póst, SMS, bréf, bankareikninga eða þess háttar? • Kemur það fyrir að þú niðurlægir hana frammi fyrir ööru fólki? • Eyðileggur þú persónulega muni hennar í bræöi? • Finnst þér óþarfi aö hún mennti sig meira? • Kemur fyrir að þú öskrar á hana eða upp- nefnirhana? • Reynir þú aö fá hana til að taka þáttíkyn- feröislegum athöfnum sem hún kærirsig ekki um? • Heldur þú áfram að þrýsta á hana þó þú gerir þér grein fyrir að hún vilji það ekki? Efþú kannast viö eitthvað af eftirfarandi at- riðum ertþú i verulega vondum málum og ekki slst konan sem þú býrð með - leitaðu aðstoðar strax: • Hefurþú einhvern tímann reyntað aftra henni frá að fara til læknis án þess að þú sért með henni? • Hefurþú einhvern timann hótað að beita hana ofbeldi? • Hefurþú einhvern tímann hrinthenni? • Hefurþú einhvern tímann haldið henni fast, hrist hana eða slegið utan undir? Hér á landi eru sálfræðingar sem sér- hæfa sig i aðstoð við ofbeldismenn. Hægt er að fá nánari upplýsingar i sima Kvennaathvarfsins: 561 1205. Þangað geta konur lika hringt til að fá stuðning. Listinn er tekinn saman afsænskum fag- aðilum og áhugafólki gegn kynbundnu ofbeldi og þýddur og staðfærður afSam- tökum um kvennaathvarf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.