Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2005, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2005, Blaðsíða 18
78 ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2005 Sport DV Ahh, þetta er kaltl leay Bruschi tók það aöséraö gefa 8/7/ Belichick hiö klasslska Gatorade-bað undir lok leiksins. Eins og sjá má var baöiö kalt. Stjörnurnar í Super Bowl Utherjinn Deion Branch, til vmstri, og leikstjórnandinn Tom Brady voru aðalmennirnir 124-21 sigri New England Patriots á Philadelphia Eagies i urslitaleik NFL-deildarinnar Super Bowl. Branch greip ‘ llefu sendingar frá Brady og i var valinn maður leiksins. Ótrúlegt afrek hiá Belichick Lið New England Patriots skráði sig með eftirminnilegum hætti í sögubækumar á sunnudag þegar það sigraði sinn þriðja Super Bowl-leik á fjórum árum. Það hefur aðeins gerst einu sinni áður þegar Dallas Cowboys vann 1993, 1994 og 1996. Það sem meira er að þá vann Patriots enn og aftur með aðeins þriggja stiga mun, 24-21, en sigurinn var engu að síður öruggari en tölurnar gefa til kynna. sannarlega skilinn," sagði Belichick. í fyrri sigrunum tveimur kom sigurmarkið frá sparkaranum Adam Vinatieri í blálok leikjanna en hann þurfti ekki að taka slíkt pressuskot að þessu sinni. Engu að síður lá munurinn að lokum í vallarmarki sem Vinatieri skoraði. Eftir fyrsta leikhluta var staðan jöfn, 0-0, og leikurinn var enn jafh, 7-7, þegar leikmenn gengu til búningsherbergj a. Dramatfldn hélt áffam í síðari hálfleik því þegar aðeins einn leikhluti var eftir af leiknum var staðan enn jöfn, 14-14. Reynsla leikmanna Patriots sagði aftur á móti til sín í lokaleikhlutanum þegar þeir náðu tíu stiga forystu, 24-14. Það bil náði Eagles ekki að brúa en þeir höfðu aðeins 46 sekúndur í síðustu sókn sinni þar sem þeir komust ekkert áfram. Þetta var níundi leikurinn í röð sem Patriots vinnur í úrslitakeppninni og þeir hafa því jafnað eldgamalt met Green Bay Packers frá því Vince Lombardi stýrði liðinu en sigurverðlaun Super Bowl eru einmitt skírð í höfuðið á þeim goðsagnakennda þjálfara. Það sem meira er þá var Bill Belichick, þjálfari Patriots að vinna sinn tíunda leik í ellefu tilraumun í úrslitakeppni og hann er þar með búinn að slá sjálfum Lombardi við. „Við fyilumst aldrei ofmetnaði og lítum ekki stórt á okkur," sagði Tom Brady, leikstjórnandi Patriots, sem hefur unnið alla þá níu leiki sem hann hefúr spilað í úrslita- keppninni. „Ef fólk vill aftur á móti segja að við séum frábærir þá þökkum við bara hólið." hrósaði leikmönnum liðsins. „Mér finnst strákarnir eiga þennan titil skuldlaust. Þeir lentu í miklum mótbyr á þessari leiktíð en unnu úr öllu því sem var kastað að þeim. Við erum gríðarlega ánægðir með þennan titil og ég get seint hrósað þessum strákum nógu mikið. Þeir eiga þennan sigur svo Aldrei unnið Super Bowl Philadelphia vann NFL-deildina árið 1960 en þeir hafa aldrei unnið síðan byrjað var að spila um Super Bowl. Þeir höfðu aðeins einu sinni áður komist í úrslit en það var árið 1981 er þeir töpuðu fyrir Oakland Raiders. Eagles lenti í miklum áföllum á Strákarnir eiga þetta skiiið Leikur Patriots framan af var ekki mjög sannfærandi og þeir voru í raun ekki með í fyrsta leikhluta. Belichick var hógvær í leikslok, vildi h'tið gera úr sínum hlut í sigrinum og síðustu vikum en voru samt bjartsýnir á að ná sigri. Þeir voru því að vonum svekktir eftir leikinn. „Við vorum ekki nógu traustir. Við vorum að gera of mikið af mistökum og það drap okkur í leiknum. Við hefðum getað unnið og þess vegna er þetta tap svona sárt,“ sagði útheiji Eagles, Terrell Owens, sem átti frábæran leik þrátt fyrir að hafa fótbrotnað fyrir sjö vikum síðan og að læknar hðsins hafi ekki leyft honum að spila. Erfitt hjá McNabb Donovan McNabb, leikstjórn- andi Eagles, stóð ekki undir væntingum í leiknum. Hann tapaði boltanum fjórum sinnum og það gengur ekki gegn eins sterku hði og Patriots er. Stjarna leiksins var óvænt. Útherjinn Deion Branch greip ellefu bolta frá Tom Brady c jafnaði þar með met Jerry FÍice og Dan Rossi yfir flesta gripna bolta í Super Bowl. Branch steig upp þegar mest á reyndi og var í fararbroddi þegar Patriots náði tíu stiga forskoti í leiknum. Fyrir það var hann valinn maður leiksins en ekki Brady sem hefði getað jafnað met Joe Montana með því að vera bestur í þriðja sinn í Super Bowl. Það hefur Joe Montana einum tekist. „Okkur er alveg sama um öh einstaklingsverðlaun," sagði Branch. „Hjá okkur snýst aht um liðsheildina. Við erum að vinna þessa tida ahir sem einn." Stóra spurningin núna er hvort Patriots geti endurtekið lefldnn eina ferðina enn? Það verður mjög erfitt því það verða nokkrar breytingar á liðinu og tfl að mynda eru bæði sóknar- og vamarþjálfarinn á förum. Þeirra skarð verða vandfyUt en ef BeUchick finnur réttu mennina í störfin, þá er aUt hægt. henry@dv.is Með sigrinum á sunnudag sá þjálfari Patriots, BUI Belichick, tíl þess að hans verður minnst í sömu andrá og Vince Lombardi. Tölumar tala sínu máU og þær segja að BeUchick er einhver allra besti þjálfari sögunnar. Hann er eini þjálfarinn í sögunni sem hefur afrekað þrjá titla á fjórum árum. Þar að auki er hann búinn að slá Lombardi við með því að vinna tíu af þeim eUefu leikjum sem hann hefur stýrt Patriots í úrshtakeppni. Það er einum leik betur en hjá Lombardi. Engar stjörnur Það sem gerir þessi afrek BeUchick líka merkfleg er að lið hans er ekki skipað neinum stórstjörnum, ólíkt flestum bestu Uðum sögunnar þar sem afburðamenn voru í flestum stöðum. Belichick hefur sankað að sér vinnusömum leikmönnum sem eru tflbúnir að vaða eld og brennistein tíl þess að ná árangri. Hver einn og einast leikmaður veit upp á hár hvert sitt hlutverk er og hann sinnir því án athugasemda. Brady ekki spennandi Leiðtogi liðsins, Tom Brady, hefur hvorki kastgetu Peytons Manning né hlaupagetu Michael Vick. í raun er ekkert sérstaklega spennandi að horfa á hann spUa. Aftur á móti gerir hann aUa hluti vel og örugglega. Hann þekkir sín takmörk fyUUega og þar af leiðandi gerir hann fá mistök. Það er enginn sem efast um að Brady er fæddur sigurvegari. Hann þrífst með ólíkindum vel undir pressu og þeir eru tfl sem efast um að það renni í honum blóðið á köflum. Slflcur er kuldinn á örlagastundum en fáir leikmenn hafa klárað úrslitalefld á sama hátt og Brady. henryt@dv.is mmk S!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.