Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2005, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2005, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2005 Fréttir DV Hættulegt geðlyf Leyfar af lyfinu Diazepam fundust í líkama Hildar Ar- dísi Sigurðardóttur sem varð dóttur sinni að bana á Haga- melnum í sumar. Þetta kem- ur fram í dómnum yflr Hildi sem kveðinn var upp fyrir helgi. Sjúklingum sem þjást af þunglyndi eða sýna geð- klofaeinkenni er ekki ráðlagt að taka inn lyfið sem er afar ávanabindandi. Af þeim kvillum þjáðist Hildur einmitt en aðspurð fyrir dómi sagðist Hildur ekki kannast við að hafa tekið inn lyfið. Hissa á dug íslendinga Friðrik Sigurbergsson læknir sem fór með íslensku hjálparflugvélinni til Tælands eftir miklu flóð- bylgjuna miklu segir Svía hafa undrast gott vinnulag íslendinganna. í viðtali við nýjasta tölublað Læknablaðsins segist Friðrik aldrei hafa séð Svía eins bjargarlausa eins og við þetta tæki- færi. Hann segir Svíana hafa haft á orði að íslending- amir virtust geta tekið ákvarðanir eins og ekkert væri. „Þeir voru greinilega að fjarstýra hlutunum dálítið að heiman," segir hann við Læknablaðið. Stal til að stela Lögreglan í Reykjavík fékk mann úrskurðaðan í síbrotagæslu í s.l. viku. Maður þessi hefur játað að hafa í félagi við annan mann farið f innbrota- leiðangur um sumarbú- staðaliverfi í Grfmsnes- og Grafningshreppi. Hann hefur vísað á 4 bú- staði sem þeir brutust inn í en í einhverjum til- fellum höfðu eigendur ekki komið í bústaðinn eftir innbrotin. Auk þessa stal hann Subaru-bifreið í Reykjavík og notaði hana til að stela vélsleðakerru og vélsleða frá sumarhúsi í Grímsnesi. Strandamaður ársins kosinn Sverrir Guðbrandsson frá Hólmavík var kjörinn Strandamaður ársins 2004 af fréttamiðlum Strandamanna eins og fram kemur á ein- um þeirra Strandir.is. Það segir enn fremur að úrslitin hafi verið kunngerð á Spurn- ingakeppni Strandamanna á sunnudag. Sverrir gaf út bókina „Ekkert að frétta" fyrir síðustu jól sem inni- heldur æviminningar hans og þykir hún hin áhuga- verðasta lesning. Sverrir var leystur út með blómum og verðlaunagrip. ít ’ % Fjögurra manna amerískt kvikmyndatökuteymi heimsótti Strandasýslu um helgina. Austur-evrópska klámmyndastjarnan Kyla Cole lék aðalhlutverkið í myndinni sem tekin var upp í heitum potti á Hótel Laugarhóli. Hótelstjórana grunaði ekki neitt. Klámstjama í erátískri kvikmynd é Strðndnm „Það var mikið talað um þetta því það er óvenjulegt að það komi gestir og taki kvikmynd á þessum árstíma," segir Matthías Jó- hannsson, hótelstjóri á Laugarhóli á Ströndum, sem hýsti bandarískt kvikmyndateymi á dögunum. í ljós hefur komið að verið var að taka upp erótíska kvikmynd á Ströndum - og hugsanlega ekki í fyrsta sinn. Hefur komið áður „Leikstjórinn heitir Sean Harris og hann hefur komið hingað þrisvar áður. Hann hefur gert þætti hérna. Þetta eru svona þættir eins og hann var að gera núna. Leiknir þættir. Hann er svo- lítið mikið í þessu," segir Matth- ías, sem er franskur að uppruna en er Strandamaður til áratuga. Með aðalhlutverk í myndinni fer slóvakísk leikkona. „Ég þekki ekki til hennar. Hún heitir Mart- ina og er frá Slóvakíu. Það er það eina sem ég veit,“ segir Matthías. Klámstjarna Martina Jacova býr nú í Banda- ríkjunum og hefur tekið upp nafn- „Við hjónin vorum þarna niður frá hjá þeim. Við vorum Ijósamenn." ið Kyla Cole. Hún var meðal ann- ars Penthouse Pet of the Month í mars árið 2000. Af eldri myndum hennar má nefna Blond & Bru- nettes, Exhibitionists og The Villa. Kvikmyndin sem tekin var upp í Strandasýslu á dögunum heitir Assasin 62, eða Launmorðingi 62. Hún fjallar um tálkvendi sem er náttúruverndarsinni og eltist við veiðiþjófa sem selja nashyrninga- duft. Duftið er notað til kynörvun- ar en ekki fer betur en svo að Kyla Cole, í hlutverki tálkvendis, hefur hendur í hári veiðiþjófanna og myrðir þá. í heita pottinum Atriði voru meðal annars tekin upp í hinni fornfrægu síldarverk- smiðju í Djúpavfk og í heita pott- inum á Laugarhóli. Matthías hót- elstjóri segist ekki hafa orðið vitni að upptökunum í pottinum. „Mér skilst að þetta sé svona sambland af leikinni mynd og tónlist. Ég var að vinna allan tímann og þau líka, þannig að ég sá lítið," segir hann. Hótelstýra grunlaus Eva Sigurbjömsdóttir, stjóri á Hótelstjórinn og leikararnir Hér kveðja erótlskar leikkonur hótelstjór- ann Matthlas Jóhannsson á Laugar- hóli I Bjarnarfirði á Ströndum eftir að tökum lauk. Sandra (t.v.), Matthl- as og Kyla Cole. hótel- Hótel segir Djúpavík, kvikmyndateymið hafa dvalið á hótel- inu í sólarhring. „Þau vom hjá okkur og tóku myndir í verksmiðjunni og svoleiðis. Þar vom þær tvær ungar dömur í Flamengo-kjólum með bert bakið og voða flottar. Alveg að deyja úr kulda. Við hjónin vomm þarna niður frá hjá þeim. Við vomm Ijósamenn," segir hún. Aðspurð segist Eva ekki kann- ast við að erótík sé í myndinni. „Ég sá ekkert svoleiðis. Mér skilst að myndin fjalli um kvenkyns leigu- morðingja sem tekur að sér að drepa náttúrusóða. Ég held hún gangi mest út á Greenpeace eða Rainbow Warrior, án þess að vita það alveg. Við þekkjum hann af öðmm vettvangi. Hann er mikill listamaður og semur músík og ýmislegt. Hann leikur hlutverk í þessari lfka. Hann leikur einhvem sem er kallaður Mr. Blue,“ segir hún. jontrausti@dv.is íslendingur grunaöur um metsmygl Náðist eftir æsiiegan eltingarleik íslenskur karlmaður situr nú ásamt þýskum karlmanni, sem áætl- að er að sé burðardýr, í gæsluvarð- haldi grunaður um að hafa reynt að smygla hingað til lands 4 kílóum af amfetamíni. Þjóðverjinn var hand- tekinn í Leifsstöð 26. janúar síðastlið- inn með efnið í fölskum botni ferða- tösku sinnar. Harm var þá að koma með flugi frá Kaupmannahöfn. íslendingurinn var hins vegar handtekinn tveimur dögum síðar eftir að bíl sem hann ók var veitt eft- irför í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem íslendingurinn reyndi að stinga lög- reglu af í æsilegum eltingarleik. Mun fslendingurinn hafa haldið að hann hafi verið að sækja efnin þegar hann Hvað liggur á? Reyndi að stinga af Islendingur er grunaður um að hafa skipulagt innflutning á 4 kllóum af amfetamlni. varð lögreglu var og reyndi að stinga af en án árangurs. Kílóin fjögur munu vera met í haldlagningu amfetamíns í Leifsstöð en andvirði þeirra er vart talið undir 60 miljónum króna. Jóna María Jónsdóttir nuddkona: „Ég er að nudda en annars er ekkert sérstakt að gerast í augnablikinu. Ég er alltafl nuddinu en hef fengið mér hálfsdagsvinnu að auki í Tæknivörum." Kennarar í Setbergsskóla mótmæla Nemendum mismunað eftir verkfall „Við emm ósátt við að verið sé að bæta nemendum í 5-10 bekk upp þann tíma sem tapaðist í verkfall- inu í haust," segir María Kristjáns- dóttir, kennari í Setbergsskóla. Hópur kennara nemenda í 1-4 bekk skólans hefur tekið sig saman og skilað undirskriftalista 4***. Uetrr.mi , <> «■•«.«»■ ÍMTM. I Ikour — Undirskriftalistar kennaranna Ósáttir við bæinn og segja að nem- endum sé mismunað. til bæjaryfirvalda þar sem þeirri ákvörðun bæjarins, að gefa nemendum í 5-10 eina 90 kennslutíma sem uppbót fyrir verkfallið, er mótmælt. Kennaramir segjast í grundvall- aratriðum vera á móti því að nem- endum sé bættur upp sá tími sem tapaðist í verkfallinu. „En fyrst það er stefrian á ekki að mis- muna nemendum og láta ungu krakkana í 1-4 bekk sitja á hakanum," segir María sem spyr hvort fyrstu bekkingar séu ekki jafn mikils virði og aðrir. En það er annað sem kennarar eru ósáttir við í þessu máli. Ef eldri nemendur fá aukatím- ana merki það aukatekj- ur fyrir þeirra kennara. Eitthvað sem kennarar í yngri deildum sætta sig ekki við. „Auövitað er þetta launaatriði. Það er verið að mismuna bæði kennumm og nemendum og for- eldrum sem borga allir jafnt fyrir skólagöngu barna sinna,“ segir Mar- ía, óánægð með stefhu bæjarins í þessum málum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.