Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2005, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2005, Blaðsíða 25
DV Menning ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2005 25 Víðfrægur bandarískur sýningarflokkur kemur til íslands í mars og heldur hér eina kvöldsýningu. Erfitt er að skilgreina list þeirra sem er blanda af gólffimleikum, dansi og jafn- vægiskúnst. Flokkurinn kallar sig Pilobolus og hefur starfað frá 1971 og nýtur mikillar hylli vestanhafs. Það er fyrirtæki ísleifs Þórhalis- sonar, Event ehf. sem stendur fyrir sýningunni sem verður í Laugar- dalshöllinni þann 12. mars og verður sýning þeirra í Höllinni sú síðasta fyrir sumarlanga lokun Hall- arinnar vegna viðgerða. Sýningar- haldari segir miklar breytingar fyrir- hugaðar á húsnæði vegna Pílobus- flokksins og verði hinu hráslagalega húsi breytt í vinalegt leikhús. Dartmouth College Fiokkurinn er uppruninn úr hin- um fræga skóla, Dartmouth College, sem var á síðustu öld þekktur fyrir tilraunakennda kennsluhætti og frjálslega menntastefnu. Fjórir vinir skelltu sér í danstíma hjá Alison Chase, tuttugu og fjögurra ára göml- um danskennara, sem tók áskorun piltanna og fór að búa til dansa eða stellingar með þeim. Þeir voru allir í góðu líkamlegu ástandi og komu sér strax upp tjáningarmiðli sem hentaði getu þeirra og áhuga: klif- ur, hangs, sveiflur og lyftur - með hvom annan. Eitt spratt af öðm: nemenda- sýning, kynn- ingarmynd, boð á danshá- tíð - og síðan hefur flokkurinn ekki getað snúið við. Fjögur úr upphaf- lega fimm manna hópnum stýra nú flokknum og leiða heimsókn hans hing- að. Robby Barnett, Einn af stofnendum flokksins, Robby, og höf- undur stefnu þeirra, kom til íslands fyrir langa löngu og ein- setti sér að koma flokknum hingað upp. Er það ekki síst honum að þakka að tekist hefur að koma ís- landsheimsókn fyrir í heimsferð flokksins. Pilobolus-hópurinn kem- ur hingað beint frá Bandaríkjunum en heldur héðan til Þýskalands, svo Ungverjalands og fleiri landa. Hóp- urinn lendir hér að morgni fimmtu- dagsins 10. mars og dvelur hér í 3 daga. Komið hefur fram í íslenskum fjölmiðlum að Robby sé nokkuð kunnugur landi og þjóð og hefur m.a. mikinn áhuga á að semja dans upp úr Eddukvæðum. Það er áreið- anlega einnig honum að þakka að miklu leyti hve spennan er mikil í öllum hópnum fyrir íslands- heimsókninni. Flokkurinn hef- ur ferðast um allan heim síðast- lið-in 30 ár og ísland er eitt fárra landa sem þau hafa aldrei sótt heim. Valið prógram Sýningin sem verður hér var Verkin fimm Málmhríngurinn er saminn 2002 til heiðurs íþróttamennsku: glettin og gáskafull ferð um vinsælt afþrey- ingarefhi Bandaríkjamanna - fjöl- leikasýning og mennskt tívolí. Tón- listin er bandarísk, frá Copland til Joplin. Málmhringurinn var frum- sýndur á Cultural Olympiad í Salt Lake City 2002. Svaríklædda konan frá 1999 lítur á sjálfa sig sem konu, göngu sína í ytri heiminum og hin blíðu og stríðu samskipti við gagnstæða kynið. Walklyndon frá 1971 er eitt af fyrstu atriðum Pilobolus: þögull dans sem sækir kímnina að miklu leyti í ærslaleik og fjölleikasýningar. Sex litríkir dansarar ólmast, hossast, sparka og slöttólfast. Walklyndon er klassískt atriði. Symbiosis eða Samhjálp er frá 2001. Það er dúett karls og konu sem rekur upphaf sambands milh tveggja vera sem bindast saman á ástríðu- þrunginn hátt. Þetta er bæði darwim'sk fhugun og ástar- saga, en Sam- hjálp kemur sí- fellt á óvart með mikilfengleika og tilfinn- ingalegri dýpt. Að hluta samið við Fratres eftir Arvo Part. Megavött (2004) Rafmögnuö upplifun. Kraftmikiö verk meö öllum dansflokknum, sem hrærir saman magn- aðri orku ogskoplegri sýn á óhófíð ogháspennuna í nútímasamfélaginu. Of- virkar hreyfingar í takt viö tónlist Primus, Radiohead og Squarepusher. Þetta er sláandi sönnun á líkamlegu út- haldi oghreysti dansaranna. Breytt hús Það er víst óhætt að lofa því að 12. mars, sem er þá síðasta kvöld Hallarinnar í núverandi mynd, verði hún klædd í áður óþekktan búning. Pilobolus gerir miklar kröfur um allan aðbúnað, hvort sem um ræðir það sem snýr að dönsurunum eða áhorf- endum. Stólar þurfa að vera góðir, allir þurfa að sjá vel á sviðið o.s.frv. Höllinni verður breytt úr íþróttasal í glæsilegt leikhús þessa einu kvöldstund. Ahorfendur munu sjá breytinguna um leið og gengið er inn og allt þar til þeir fá sér sæti. Þessum breyting- um verður ekki lýst í smátriðum hér, en þó er upplýst að um 30 manna starfslið mun starfa í Höll- inni í þrjá daga til að koma breyt- ingunum á og sjá um hina nýju ásýnd Laugardalshallar. sett saman með hliðsjón af því að hér er um fýrstu heimsókn flokksins að ræða og íslendingum hefur aldrei áður gefist kostur á að sjá töfra Pilobolus. Lagt var upp með að velja fjöl- breytt úrval úr 30 ára sögu flokksins, en ekki síður að velja létt, hröð, kraftmikil, nútímaleg og fyndin verk - til að tryggja að allir skemmti sér konunglega: fimm vinsælustu verk Pilobolus frá ferli þeirra. Robby Barnett orðar þetta svo: „Þetta er ein glæsilegasta dagskrá sem við höfum sett saman. Við get- um ekki beðið eftir að koma til ís- lands og ég er viss um að áhorfendur ykkar eiga eftir að skemmta sér stór- kostlega." Nýlegt leikrit eftir írsku skáldkonuna Marinu Carr verður frumsýnt á fimmtudag á Stóra sviði Þjóðleikhúss- ins. Edda Heiðrún Bachman leikstýr- ir þar í fyrsta sinn og hefur með í för einvalalið og fara tveir grískir töfra- menn fyrir flokknum: annar býr til gervi, grímur og búninga, hinn stýrir röddum og hreyfingum. Mýrarljós Halldóra Björnsdóttir I aðal- hiutverkinu Hester Svan er alin upp við Kattamýri og er tengd þeim stað órjúfanlegum böndum. En nú vilja allir koma henni burt. DV-mynd Valli "M Saga verksins er sótt í grísku goðsöguna af Medeu, en Carr flyt- ur hana til írlands. Aðstandendur vilja leggja áherslu á tímaleysi verksins. Sagan sem það greinir frá getur gerst hvar sem er: Hester Svan er alin upp við Kattamýri og er tengd þeim stað órjúfanlegum böndum. En nú vilja allir koma henni burt. Hún virðist vera dæmd til þess að vera yfirgefin; móðir hennar fór þegar hún var sjö ára, og nú ætlar barnsfaðir hennar að taka frá henni dóttur þeirra og kvænast ungri dóttur stórbóndans við mýrina. Hester er komin að ystu mörkum sárs- aukans. Verkið er hlaðið dulúð og spennu; fjölmargar heillandi, skemmtilegar persónur og óvenjulegt fólk koma við sögu. Þar segir af ást, svikum og fórnum. Síðast en ekki síst ljallar verkið um nauðsyn hvers einstaklings að vita hver hann er. Höfundurinn Marina Carr er meðal fremstu leikskálda samtímans á frlandi. Meöal frægustu leikrita hennar eru Low in the Dark, The Deer's Surrender, Ullaloo, This Love Thing, The Mai, Portia Coughlan, By the Bog of Cats eða Mýrarljós, On Raftery's Hill og Ariel. Hún hefur unnið til ýmissa verðlauna íyrir verk sfn og er meðlimur í írsku Aosdána-listaakademíunni. Verk hennar hafa verið þýdd á fjöl- mörg tungumál og leikin víða í Evrópu og Ameríku. Meðal leik- húsa sem sýnt hafa verk hennar eru Abbey-leikhúsið eða írska þjóðleikhúsið og Royal Court-leik- húsið í London. Mýrarljós var frumflutt í Abbey-leikhúsinu árið 1998. Nýr vettvangur Leikstjórinn, Edda Heiðrún Backman, hefur leikið fjölmörg hlutverk bæði á sviði og í kvik- myndum frá því húnlauk námi frá Leiklistarskóla íslands 1983. Hún hefur meðal annars leikið hjá Leikfélagi Reykjavíkur, Hinu leik- húsinu og Frú Emilíu, auk þess sem hún hefur leikiö fjölmörg burðarhlutverk við Þjóðleikhúsið, bæði í söngleikjum, gamanleik- ritum og dramatískum verkum. Edda Heiðrún hlaut verðlaun bæði sem besta leikkona í aðal- hlutverki og besta leikkonaí auka- hlutverki þegar Gríman - íslensku leiklistarverðlaunin voru veitt í fyrsta sinn vorið 2003. Hún erfast- ráðin við Þjóðleikhúsiö. Edda ILeiðrún leikstýrði Svikum sem frumsýnt var nýveríð hjá Leikfé- lagiAkureyraren ernú sýntíBorg- arleikhúsinu. Mýrarljós er fyrsta leikstjómarverkefni Eddu Heið- rúnar við Þjóðleikhúsið. Aðstandendur Hlutverk Hesterar er í höndum Halldóru Björnsdóttur en með önnur hlutverk fara Baldur Trausti Hreinsson, Kristbjörg Kjeld, Guðrún S. Gísladóttir, Edda Arnljótsdóttir, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Kristján Franklín Magnús, ívar örn Sverrisson, Sig- urður Sigurjónsson, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Ragnheiður Stein- dórsdóttir og Arnmundur Ernst Björnsson. Þá skipta tvær stúlkur með sér veigamiklu hlutverki í sýningunni, þær Kristbjörg María Jensdóttir og Bríet Ólína Kristins- dóttir auk þess sem tveir hljóð- færaleikarar taka þátt í henni, þeir Hjörleifur Valsson og Tatu Kantomaa. Þýöingu gerði Arni Ibsen, Atli Heimir Sveinsson semur tónhst, búninga og grímur gerir Thanos Vovolis, lýsingu hanna Björn Berg- steinn Guðmundsson og Hörður Ágústsson, höfundur leikmyndar er Jón Axel Björnsson og dans- og sviðshreyfingar eru í höndum Giorgos Zamboulakis sem einnig sér um radd- og grímuleikstjórn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.