Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2005, Page 4
4 MÁNUDAGUR 28. FEBRÚAR 2005
Fréttir DV
Framsók
fólkic
í landim
Nýtt fram-
soknarfélag í
Kópavogi
Framsóknarmönnum og
konum hefur verið að fjölga
mikið í Kópavogi síðustu
misseri, eins og ffam hefur
komið í fréttum. f bænum
starfa nú tvö kvenfélög, þau
Freyja og Brynja en nýjasta
viðbótin í flóru framsókn-
armanna í bæjarfélaginu
kemur frá menntaskólan-
um á staðnum, en þar hef-
ur verið stofriað framsókn-
arfélag Menntaskóla Kópa-
vogs. Stofnfundur félagsins
var haldinn í síðustu viku
og var hann fjölsóttur af
nemendum skólans.
Óvæntur
halli á vöru-
skiptum
Vöruskipti við útíönd
reyndust neikvæð um
3,3 milljarða króna í jan-
úar samanborið við 0,3
milljarða í afgang í sama
mánuði í fyrra. Niður-
staðan kemur á óvart og
er slæm tíðindi fyrir ytri
stöðu þjóðarbúsins.
Spáð hafði verið 1 til 3
milljarða króna afgangi.
Spáskekkjan skýrist al-
farið af minni útflutningi
en hann dróst saman
um 16% á milli ára. Mun
minni útflutningur var af
sjávarafurðum en búast
mátti við samkvæmt
aflatölum. Einnig var
minni útflutningur iðn-
aðarvara en búast mátti
við. Greining íslands-
banka segir frá.
Bensín á
Drangsnesi
Bensínafgreiðsla er haf-
in aftur á Drangsnesi við
Steingrímsfjörð eftir að
Skeljungur lokaði bensín-
afgreiðslu sinni síðasta vor.
Vandræðaástand var í
þorpinu, líkt og fféttavefur-
inn Strandir.is greinir frá.
En nýju dælur Oh'ufélagsins
Essó taka öll kort og eru
Drangsnesingar að vonum
kátir.
Samkvæmt lögum greiöir Tryggingastofnun ellilífeyri vistmanna inn á reikninga
stofnananna í stað einkareikninga vistmanna. Margrét Margeirsdóttir, formaður
félags eldri borgara, segir mannréttindi brotin og vill að ráðherra og Trygginga-
stofnun breyti lögunum. Hún vill sjá peningana renna til einstaklinganna en ekki
stofnanna sem þeir dvelja á. Ráðherra segist viljugur að skoða málið.
Ríkið sviptir aldraða
elliheimilum fjárræði
Aðalfundur Félags eldri borgara ályktaði sérstaklega um málið
nýverið þar sem þess var krafist að ríkisstjórnin beitti sér fyrir því
að greiðslur ellilífeyris renni til vistmannanna sjálfra en ekki
stofnananna eins og nú er. Nýkjörinn formaður félagsins segir
málið snúast um mannréttindi fólks á elli- og dvalarheimilum
og fjárhagslegt sjálfstæði sama fólks.
„Þarna er í rauninni verið að taka
fjárræði af því fólki sem dvelur á
þessrnn stofnunum," segir Margrét
Margeirsdóttir, formaður félags
eldri borgara í Reykjavík. „Þetta
snýst í raun um það að fólki fái að
halda hvort tveggja mannréttindum
og reisn fram á efri ár.‘‘
Allt á reikning elliheimila
Margrét segir málið margreifað
innan félagsskapar eldri borgara þar
sem enginn ágreiningur sé um að
breyta lögunum og „endurheimta
þannig fjárræði vistmanna á stofn-
unum eins og elliheimilum," eins og
hún orðar það. Nú sé það þannig að
ellilífeyrisgreiðslur frá Trygginga-
stofnun renni beint til stofnananna
en vanhagi vistmenn um peninga
geti þeir sótt um svokallaða vasa-
peninga hjá Tryggingastofnun til
viðbótar. Það telur hún niðurlægj-
andi.
„Auðvitað
væri miklu eð-
mmm am « Wogra að
sama gilti um
þetta eins og
hjá fötíuðum,"
segir Margrét.
„Fatlaðir fá
greiddar
sínar
Skoðar málið Jón Kristjánsson heil-
brigðisráöherra segist ekki getað lofað
þviað lögunum verði breytt en er vilj-
ugur tii að skoða máiið
bætur inn á eigin reikning sem þeir
greiða svo af til sambýlanna en þó
ekki meir en svo að þeir halda hluta
af bótunum fyrir sig,“ segir hún.
Niðurlægjandi
Margrét segir að á undanfömum
ámm hafi ítrekað verið komið á
framfæri mótmælum við
lögin en án árangurs. Hún segist
fagna því að loksins sé komin af
stað umræða um aðbúnað og ekki
síst kjör ellilífeyrisþega á íslandi og
þá ekki sfst þeirra sem dvelja á
stofnunum.
„Þetta er auðvitað niðurlægjandi
fyrir fólk sem er kannski búið að fá
sinn ellilífeyri til ráðstöfunar í fleiri
ár en missir hann svo við það eitt að
flytja úr eigin húsnæði og inn á til
dæmis dvalarheimili fyrir aldraða,"
segir Margrét sem spyr hvers vegna
fullorðnu fólki sé ekki treystandi fyr-
ir eigin fé þó það dvelji á stofnunum.
Jón viljugur til skoðunar
Jón Kristjánsson heilbrigðisráð-
herra segist áður hafa heyrt af and-
stöðu við lögin. Hann býst við að
samráðsnefnd um málefni
aldraðra, sem koma mun
saman í næsta mánuði, muni
skoða það í kjölfar ályktunar
Félags eldri borgara og um-
ræðu um málefni sama hóps
í samfélaginu.
Aðspurður um hvort
hann hyggðist beita sér per-
sónulega fýrir því að lögun-
um yrði breytt segir Jón:
„Ég er viljugur til að skoða
málið í samráði við alla
aðila en ég er ekki tilbú-
inn að lofa því hér og nú
að það verði gert.“
helgi@dv.is
,Þarna er í rauninni verið að taka fjárræði af
því fólki sem dvelur á þessum stofnunum."
Formaður eldri borgara Vill
að lögum um greiðslur til elli-
lífeyrisþega sem dvelja á stofn-
unum verði breytt og hætt að
greiða til elliheimilanna. Segir
málið snúast um mannlega
reisn og mannréttindi.
Björgum Bobby - hann á það inni hjá okkur!
Svarthöfði er stoltur af mann-
gæsku íslenskra stjórnvalda. Hvar
sem fólk sætir ofsóknum og niður-
lægingu láta Davíð, Halldór og félag-
ar til sín taka með ráðum og dáðum.
Þeirra vegna má segja að það sé ísl-
enska þjóðin í heild sinni sem stígur
á stokk, ræskir sig og mótmælir ein-
arðlega því óréttíæti sem minnstu og
þjáðustu bræður okkar í heimsþorp-
inu þurfa að þola. Þetta hefúr verið
svona lengi. Píanósnillingurinn Vla-
dimir Ashkenazy flúði pyntingar sov-
éskra kommúnista. íslendingar
skutu yfir hann skjólshúsi af ein-
skærri hjartagæsku og hann þurfti
&
5S*
f >
r- Svarthöfði
ekki einu sinni að fá sér nýtt ah'sl-
enskt nafii, eins og var réttilega
skylda í þá daga. Næstur kom hand-
boltamaðurinn Dúranóna sem
kommarnir í Kúbu héldu föngnum.
Hann bað um hæli og var farinn að
gera góða hluti í íslenska landsliðinu
daginn eftir. Það er yndislegt til þess
að vita að íslensk stjórnvöld láti ekki
blindast af hæfilefiotm umsækjenda
og séu ekkert að velta því fyrir sér
hvort viðkomandi geti gert þjóðfé-
laginu gegn eða ekki. Nú er það skák-
Hvernig hefur þú það?
„Ég erótrúlega ánægöurmeð lífiö og tilveruna þessa dagana," segir Hrafn Krist-
jánsson, þjálfari körfuboltaliðs Þórs á Akureyri en liðiö endurheimti sæti sitt í úr-
valsdeildinni síðasta föstudag. „Ég er stoltur afsjálfum mér og strákunum mínum
að hafa klárað það sem lagt var upp með í byrjun svoþetta er bara frábært," segir
Hrafn og bætir við að liðið sé einungis skipað Islenskum leikmönnum.
snillingurinn Bobby
Fischer. Fyrir björg-
unarafrek hans var ís-
land óþekkt bænda-
samfélag, en er nú
risaveldi í skák í hug-
um allra útíendinga,
þökk sé Bobby. Hann
hefur þurft að þola
óloft og óætan mat í
japönskum fangabúð-
um mánuðum saman
og fyrir ekki aðrar
sakir en þær en tefla við erkióvin
sinn Spazky í Júgóslavíu á tímum
óaldarinnar þar. Sæmi rokk er farinn
út til að sækja Bobby enda Fischer
kominn með kennitölu (sem hægt er
að sjá í gömlum Mogga) og eiginlega
bara nú þegar orðinn íslendingur.
Það verður engin smá kynning sem
við fáum þegar Bobby verður kom-
inn á klakann og byrjaður að spíg-
spora um Smáralind og Perluna. 60
Minutes gera pottþétt innslag um
málið og heimspressan fer yfir um,
en það er auðvitað ekki málið heldur
lútt að Bobby verður þá loksins frjáls.
En látum ekki staðar numið hér. Eru
ekki fjölmargir aðrir sem vér getum
rétt hjálparhönd? Hvað með Pin-
ochet, Michael Jackson og Saddam
Hussein? Er það ekki skylda okkar að
gera eitthvað fyrir þessa snillinga?
Svarthöfði