Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2005, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2005, Page 8
8 MÁNUDAGUR 28. FEBRÚAR 2005 Fréttir DV Hafnarfjörður boðinn út Hafnarfjarðarbær hefur óskað eftir tilboðum í bankaþjónustu fyrir bæinn og stofnanir hans. Þetta kemur fram á heimasíðu bæjarins. Þar segir að um sé að ræða nánast öll banka- viðskipti önnur en lang- tímalán. Hefð hefur verið fyrir því að bærinn skipti við Sparisjóð Hafnarfjarðar en nú virðist breyting vera orð- in þar á. Þeir bankar sem hafa áhuga á að þjónusta bæinn, sem reyndar er afar skuldugur, eru sagðir geta sótt útboðsgögn frá og með deginum í dag. Límdi óvart afturaugun Búddamunkur í Bangkok sem h'mdi aug- un á sér aftur hefúr feng- ið hluta af sjóninni á ný. Phra Khru Prapatwor- akhun setti dropa úr lím- túpu í augun á sér sem hann hél vera augn- dropa. Læknar náðu að opna annað augað og segja það óskaddað. „Ég ætlaði að setja dropana í augað til að íosa mig við kláða," sagði munkurinn. „Eftir smástund voru augun orðin köld og límd aftur.“ Munkurinn hafði reynt að opna augun með terpentínu sem gekk illa þar sem efnið brenndi í honum augun. ísraelar hótar Sýrlendingum ísraelsmenn segjast ætla að ráðast á sýrlensk „skot- rnörk" ef nauðsyn krefji til að hefna fyrir sjálfsmorðs- árásina á næturklúbbnum í Tel Aviv á föstudaginn. Hót- unin kom frá varnarmála- ráðherra ísraels sem telur Sýrlendinga standa að baki árásinni þegar fjórir lágu í valnum. Áædun ísraels- manna um að færa Palest- ínumönnum stjórn á örygg- ismálum Vesturbakkans er einnig komin í uppnám vegna málsins. Sýrlending- ar vísa ábyrgð á árásinni á bug. Hjörtur Björnsson vaknaði örlagaríkan morgun á Sauðárkróki eftir partí í heima- húsi við að húsið var alelda. Slökkviliðsmönnum tókst að bjarga einum úr húsinu, stúlka bjargaði sér með því að stökkva fram af svölum og Hjörtur komst lifandi út. En vinur Hjartar, Elvar Fannar Þorvaldsson sem bjó í húsinu, lést í eldsvoðanum. Síðustu mánuði hefur Hjörtur þurft að kljást við sorgina sem fylgir vinarmissi og ásakanir um að hann hafi átt þátt í upptökum eldsins. Grunaður um að hafa orðið vini sínuai oi bana „Vlð drukkum áfengl en það var ekkert dóp ígangh VIð vorum ekkl f tvQlelðli" Bruninn við Bárustíg Eldurinn varð tvltugum dreng að bana. „Ég man ekki neitt," segir Hjörtur Bjömsson, tvítugur drengur á Sauðárkróki. Hjörtur er einn af ungmennunum sem vöknuðu eftir partí í byrjun desember við að kviknað hafði í húsinu. Einn besti vinur Hjartar, Elvar Fannar Þorvaldsson, lést í bmnanum. Lögregla hefur lokið rannsókn á eldsvoðanum og er Hjörtur enn með stöðu gmnaðs manns. Hann er grunaður um að hafa orðið vini sínum að bana. „Þetta hefur verið mjög erfltt," segir Hjörtur um þá mánuði sem liðnir eru frá eldsvoðanum. Ekki aðeins hefur Hjörtur þurft að fást við sorgina sem fylgir vinarmissi heldur hefur hann legið undir grun um að hafa kveikt eldinn. Auk Hjartar sluppu tvö önnur ungmenni úr brennandi húsinu. Man ekkert „Ég svaf við hliðina á Elvari," segir Hjörtur. „Við höfðum verið að skemmta okkur kvöldið áður því einn úr hópnum átti afmæli. Við drukkum áfengi en það var ekkert dóp í gangi. Við vorum ekki í svo- leiðis." Hjörtur segist ekkert muna eftir morgninum þegar húsið brann. „Nei, ég man ekkert fyrr en ég var kominn út. Ég man varla eftir andlit- unum fyrir utan eða svipnum á lækninum. Ég held að minnisleysið spili inn í að ég sé með stöðu grun- aðs manns. En ég get ekki skýrt þetta. Ég man bara ekki neitt." Kjaftasögur í bænum Hjörtur segist hafa leitað tfl sál- fræðings eftir eldsvoðann og rætt við prest. Hann hafi verið góður vin- ur piltsins sem lést og lát hans hafl fengið mikið á sig. „Maður er stanslaust hugsandi um þetta. Fjölskylda mín hefúr hjálpað mér og vinir mínir. Verstar eru samt sögurnar í bænum. í gær heyrði ég einhvern tala um að ég hefði dregið hann um gólflð og hellt yfir hann bensíni. En lögreglan hef- ur rannsakað það og þeir fundu ekk- ert bensín í fötunum." Sígarettuglóð Tæknideild lögreglunnar hefur komist að því að engin eldhvetjandi að fara að Kárahnjúkum að vinna. efni hafi verið í stofunni þar sem Fortíðin ásækir hann fyrir norðan. eldsupptökin voru. Það styður orð Hjartar um að kjaftasögurnar séu ekki sannar. Samt sem áður er tahð víst að eldurinn hafi verið af mannavöld- um. Það hefur til dæmis verið látið að því liggja að kviknað hafi út frá sígarettuglóð. Að sögn Hjartar er það ekkert ólíklegt - enda hafi flestir í teitinu reykt þessa nótt. Erfið staða Bjöm Mikaelsson, yfirlögreglu- þjónn á Sauðárkróki, sagði fyrir helgi að málsgögn hefðu verið send ríkissaksóknara. Það verður því ljóst eftir nokkrar vikur hvort Hjörtur verður ákærður í málinu eður ei. Sjálfur seg- ist Hjörtur vona að nið- $ urstaða fáist í þennan harmleik sem fyrst. Það sé erfitt að vera gmn- aður um slíkt voða- verk í smá- bæ eins og Sauðár- krókur er. „í dag er ég til dæmis atvinnu- laus. Það er erfitt að fá vinnu efúr þetta," segir Hjörtur sem íhugar — Forsætisráðherra vakti hrifningu á landsþingi Framsóknarflokksins Amerískur koss Halldórs Halldór Ásgrímsson forsætisráð- herra lýsti upp flokksþing Fram- sóknarflokksins í gær þegar hann kallaði eiginkonu sína og barnabam upp á svið og smellti á þau amersískum kossi undir dynjandi lófataki og fögnuði fjölda við- staddra. Halldór hitti nýverið Bush Bandaríkjaforseta, en heimsþekkt er sú tilhneiging bandarískra forseta að smella kossi á eiginkonu sína og dætur fyrir framan fagnandi stuðn- ingsmenn. „Mér liggur aldrei neitt á,“ segir Kristján Hreinsson, skáid úr Skerjafírðinum.„En einhvern veginn hef ég það á tilfmningunni að okkur sé skammtaður tími og eftir því sem við ber- um meiri virðingu fyrírþessum tíma þvíbeturlíðurokkuríhonum." Þykir þetta til marks um boðaða fjölskyldustefnu Framsóknarflokks- ins, sem meðal annars hefur birst í því að nokkrar stórfjölskyldur hafa barist innan kvenfélaga Framsókn- arflokksins. Þar hafa mæður, dætur og konur frammá- manna flokksins sett mark sitt á baráttuna. Halldór fékk yfirburðar- kosningu í formannsstólinn með 78% atkvæða. Halldór og konurnar Sigurjóna, eig- inkona Halldórs, hlaut koss fyrir stuðn- ing sinn. Og barnabarnið líka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.